fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

„Frá 13 ára aldri eru ótrúlega mörg áföll í lífi mínu“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rut Þorbjörnsdóttir er 23 ára stelpa, krónískur ofhugsari, einkabarn foreldra sinna sem ólst fyrstu árin upp hjá móður sinni á heimili ömmu og afa. Rut er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Rut er þakklát fyrir að hafa alist upp hjá móður sinni og foreldrum hennar, hún fékk mikla ást, umhyggju og athygli.

Ég er mikið borgarbarn en elskaði líka að fara út á land til pabba aðra hverja helgi. Ég fékk Svala og sat aftast í flugvélinni, þvílíkt ævintýri.

Rut upplifði sig alltaf öðruvísi en aðra krakka, hún skildi ekki af hverju hún væri ekki eins og hinir og hvers vegna henni liði illa, en mjög ung var hún farin að finna fyrir miklum kvíða.

Skrifaði sjálfsvígsbréf 10 ára gömul

Ég átti alveg einhverja vini og það var enginn vondur við mig, mér leið bara illa. Ég skrifaði fyrsta sjálfsvígsbréfið mitt 10 ára gömul, segir Rut og bætir við að hún hafi verið fastagestur á BUGL um nokkurra ára skeið. 

13 ára fann Rut lausn allra sinna vandamála þegar hún kynntist vímuefnum en þá loksins passaði hún inn í einhvern hóp og gat flúið vanlíðan sem hafði hrjáð hana alla tíð. 

Á mjög stuttum tíma þróast lífið í að ég hætti að mæta í skóla og ég er unga stelpan í svokölluðum partýum með eldri mönnum og frá 13 ára aldri eru ótrúlega mörg áföll í lífi mínu. Kynferðisbrot gegn mér og dauðsföll í kringum mig sem láta mig bara vilja nota meira.

Rut var nokkrum sinnum lögð inn á BUGL en ekkert var hægt að gera fyrir hana vegna þess að hún var í neyslu. 

Eitt sinn var ég neyðarvistuð á BUGL eftir sjálfsvígstilraun en starfsmenn vildu senda mig heim þrátt fyrir að ég segði þeim að mér liði alveg eins. Ég var send heim en komin aftur inn af sömu ástæðu um viku síðar.

Þarna höfum við barn sem hefur daðrað við dauðann frá 10 ára aldri en ekkert í kerfinu er í stakk búið til að grípa inn í, þrátt fyrir alla þá sérmenntuðu og hæfu einstaklinga sem vinna þar.

Sex mánaða meðferð á Krýsuvík

Í dag hefur Rut verið í bata frá vímuefnavanda í tæp tvö ár en sú ganga hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Í upphafi hellti hún sér í 12 spora vinnu og gleymdi sér í að hjálpa öðrum.

Ég var svo upptekin við að hjálpa öðrum að ég gleymdi að hjálpa mér svo ég lenti á vegg og var komin í djúpan dal þar sem gömlu hugsanirnar komu aftur, ég var vonsvikin að vakna alla morgna.

Eftir átta mánuði edrú fór Rut á Krýsuvík og tók þar sex mánuði af mikilli og djúpri sjálfsvinnu sem hefur heldur betur skilað sér.

Á Krýsuvík fékk ég aðstoð við að vinna í mínum áföllum, verkfæri til að halda áfram og svo ótrúlega mikla aðstoð frá frábæru fólki.

Það má hlusta á viðtalið við Rut í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram