Raunveruleikastjarnan, hótelerfinginn og athafnakonan Paris Hilton hefur verið talsvert í fréttum eftir að hún eignaðist fyrsta barn sitt með eiginmanni sínum, Carter Reum, í janúar.
Hjónunum tókst að halda meðgöngunni leyndri og tilkynntu gleðifregnirnar eftir að drengurinn fæddist með aðstoð staðgöngumóður. Í gær afhjúpaði Paris nafn drengsins, en hann var nefndur eftir borg eins og hún, Phoenix Barron
Paris og Carter gengu í það heilaga í nóvember 2021. Viku seinna afhjúpaði Page Six að Carter ætti lausaleiksbarn sem hann væri í engu sambandi við. Stúlkan heitir Evie og er tíu ára í dag.
Samkvæmt heimildum Page Six hafði Carter, á þeim tíma sem fréttirnar komu fyrst fram í nóvember 2021, aðeins hitt dóttur sína einu sinni.
Móðir hennar er Laura Bellizzi, raunveruleikastjarna sem kom fram í VH-1 þættinum Secrets of Aspen og átti í stuttu ástarsambandi við leikarann Mel Gibson.
Samkvæmt heimildarmanni DailyMail, sem er náinn Lauru Belizzi, var Carter viðstaddur fæðingu Evie en yfirgaf hana á fæðingardeildinni.
„Hann kyssti hana á ennið nokkrum mínútum eftir að hún kom í heiminn, rétti móður hennar hana aftur og fór,“ segir hann.
„Evie hefur hvorki séð Carter né heyrt frá honum eftir þetta.“
Carter tjáði sig um málið á sínum tíma. „Fólk sem þessi saga skiptir máli hefur vitað af þessu í tíu ár. Carter styður við barnið sitt, þó svo að hann og hún eigi ekki í hefðbundnu sambandi, þá hefur hann séð fyrir henni síðan hún fæddist og mun halda áfram að gera það,“ sagði talsmaður hans við fjölmiðla.
Carte, sem er áhættufjárfestir og milljónamæringur, skrifaði undir faðernisviðurkenningu þar sem hann gekkst við stúlkunni, en hefur þó ekki gengist undir faðernispróf. Þetta kemur fram í gögnum sem skilað var til opinberrar skráningar árið 2020 og miðillinn The Post Show hefur undir höndum.
Heimildarmaður Page Six sagði að unga stúlkan hafi verið „triggeruð“ að sjá fjölmiðlaumfjöllun um brúðkaup Carters og Paris og að henni fannst eins og hún væri „skilin út undan í lífi föðurs hennar.“
Nú greinir DailyMail frá því að Evie sé hrædd um að Carter muni yfirgefa son sinn líka.
„Hún vill bara þekkja pabba sinn. Hún er á þeim aldri sem börn vilja vita hver þau eru og hvaðan þau koma. Það er mikilvægt fyrir hann að hjálpa henni með það,“ sagði heimildarmaður Page Six.