14 norrænar skáldsögur, frásagnir, esseyjur og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 31. október í Osló.
Ljósagildran eftir Guðna Elísson og Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson eru tilnefndar í flokki íslenskra bóka.
Hér eru verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna árið 2023:
Danmörk
Fanden tage dig: Beretning om et kvindedrab eftir Niels Frank. Frásögn, Gyldend…
Georg-komplekset eftir Kirsten Hammann. Skáldsaga, Gyldendal, 2022.
Finnland
Musta peili eftir Emma Puikkonen. Skáldsaga, WSOY, 2021.
Den stora blondinens sista sommar eftir Peter Sandström. Skáldsaga, Schildts & …
Færeyjar
Karmageitin og Gentukamarið eftir Marjun Syderbø Kjelnæs. Ljóð og leikverk, Ung…
Grænland
Qivittuissuit akornanniinnikuuvunga eftir Katrine Rasmussen Kielsen. Skáldsaga,…
Ísland
Ljósgildran eftir Guðna Elísson. Skáldsaga, Lesstofan, 2021.
Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson. Ljóðabók, Bjartur, 2021.
Noregur
Kniven i ilden eftir Ingeborg Arvola. Skáldsaga, Cappelen Damm, 2022.
Forbryter og straff eftir Kathrine Nedrejord. Skáldsaga, Forlaget Oktober, 2022.
Samíska málsvæðið
Jaememe mijjen luvnie jeala eftir Anne-Grethe Leine Bientie & Bierna Leine Bien…
Svíþjóð
Ihågkom oss till liv eftir Joanna Rubin Dranger. Myndasaga, Albert Bonniers för…
En bok för ingen eftir Isabella Nilsson. Esseyjur, Ellerströms, 2022.
Álandseyjar
Konsten att inte hitta sig själv på Bali eftir Zandra Lundberg. Prósafrásögn, S…
Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023 verður kynntur á verðlaunaafhendingu þann 31. október í Osló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 fyrir fagurbókmenntaverk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Það getur verið skáldsaga, leikverk, ljóðabók, smásagna- eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.
Markmið hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.