fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Shawn Mendes í rómantískum göngutúr með 51 árs kírópraktor

Fókus
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 09:40

Shawn Mendes.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes og kírópraktorinn Dr. Jocelyn Miranda fóru í göngu saman. Hann var ber að ofan og hún var í svörtum íþróttafötum.

Miranda er sögð vera nýja kærasta Mendes, en sögusagnir um samband þeirra hafa verið á kreiki í nokkrar vikur. Þau hafa ekki staðfest sambandið opinberlega en margir töldu þau hafa staðfest það óformlega þegar þau fóru saman í eftirpartý Grammy-verðlaunanna í byrjun febrúar.

Töluverður aldursmunur er á þeim. Söngvarinn er 24 ára en Miranda er 51 árs.

Hún starfar sem kírópraktor og hefur meðhöndlað margar stjörnur, eins og Post Malone, Justin Bieber og Mendes sjálfan í nokkur ár.

Tónlistarmaðurinn var í sambandi með Camilu Cabello en þau hættu saman í nóvember 2021.  Fyrst sást til Mendes og Miranda saman síðasta sumar en aðdáendur töldu samband þeirra aðeins vera faglegt þar sem Miranda hefur meðhöndlað kanadíska söngvarann í mörg ár. Nú er sumum aðdáendum farið að gruna annað en eins og fyrr segir hefur hvorugt þeirra tjáð sig opinberlega um málið en ætli tíminn muni ekki leiða sanleikann í ljós.

Í gærmorgun fóru þau í göngutúr og smellti paparazzi ljósmyndari nokkrum myndum af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram