fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Ný kærasta Shawn Mendes er 27 árum eldri en söngvarinn geðþekki

Fókus
Mánudaginn 6. febrúar 2023 20:00

Shawn Mendes og Dr. Jocelyn Miranda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes virðist hafa fundið ástina aftur í örmum Dr. Jocelyn Miranda sem starfar sem kírópraktor og hefur meðal annars meðhöndlað Mendes. Kanadíski söngvarinn hætti fyrir nokkrum mánuðum með kúbversk-bandarísku söngkonunni Camilu Cabello en virðist nú hafa fundið sér griðarstað í höndum kírópraktorsins.

Athygli vekur að talsverður aldursmunur er á parinu eða 27 ár – Mendes er 24 ára gamall en Miranda er 51 árs.

Orðrómur um samband þeirra hefur verið hávær í gegnum árin enda virðast þau hafa verið nánir vinir um nokkurra ára skeið. Miranda, sem er einskonar kírópraktor stjarnanna, hefur til að mynda birt myndir af Mendes í meðferð hjá sér sem hafa virkað vel í markaðslegum tilgangi.

Ástarsambandið virðist þó nánast staðfest nú en Miranda mætti með Mendes út á lífið eftir Grammy-verðlaunaafhendinguna og slíkt gera stórstjörnur ekki nema alvara sé í spilunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?