fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Opnar sig um þyngdaraukninguna – „Enginn veit hvað býr að baki í raun og veru“

Fókus
Föstudaginn 17. febrúar 2023 17:29

Selena Gomez. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Selena Gomez segir að hún sé ekki – og mun aldrei verða – fyrirsæta. Hún segir netverjum að hypja sig ef þeim mislíkar útlit hennar, það er ekki hennar hlutverk að geðjast þeim.

Selena, 30 ára, hefur verið undir smásjá leiðinlegra netverja vegna útlits hennar eftir að hún mætti á Golden Globes-hátíðina. Hún varð fyrir miklu aðkasti og virtust netverjar hafa haft nóg um útlit hennar að segja og gagnrýndu hana fyrir að vera búin að þyngjast.

Söngkonan ræddi um það í beinni á TikTok í gær.

Hún glímir við sjúkdóm í stoðvef sem kallast rauðir úlfar eða lupus. Hún gekkst undir nýrnaskipti árið 2017 og er í lyfjameðferð vegna sjúkdómsins.

Selena sagði í gær að sveiflur í líkamsþyngd mætti rekja til aukaverkanna lyfjanna.

„Þegar ég tek lyfin þá á ég það til að halda mikilli vatnsþyngd og þegar ég hætti að taka lyfin þá léttist ég,“ sagði hún.

„Ég vil bara stappa stálinu í alla þá sem skammast sín fyrir eitthvað sem þeir eru að ganga í gegnum en enginn veit hvað býr þar að baki í raun og veru […] Ég vil að þið vitið að þið eruð falleg og dásamleg. Já, það koma dagar þar sem okkur líður ömurlega, en ég vil frekar vera heilbrigð og hugsa vel um mig sjálfa. Lyfin mín eru mikilvæg, þau hjálpa mér.“

Selena bætti við að hún sé ekki fyrirsæta og mun aldrei verða ein.

„Ég elska ykkur og takk fyrir að styðja mig og skilja,“ sagði hún við fylgjendur sína. Hún beindi síðan orðum sínum til netníðinga: „Og ef ekki, hypjið ykkur, því það er ekki í lagi að smána einhvern vegna líkama þeirra.“

Selena var greind með rauða úlfa, sem er krónískur sjálfsofnæmissjúkdómur, árið 2014. Hún opnaði sig um baráttuna við hann í heimildarmyndinni „My Mind & Me“ sem kom út í fyrra.

„Núna er þetta vont. Þegar ég vakna á morgnanna þá byrja ég á því að gráta því mér er svo illt, mér er illt alls staðar,“ sagði hún í myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“