fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sanna að þau séu skuldbundin hvort öðru og fá sér paratattú

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 09:59

Jennifer Lopez og Ben Affleck. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez og leikarinn Ben Affleck fögnuðu Valentínusardeginum með því að fá sér paratattú og merkja sig þannig hvort öðru að eilífu.

J.Lo birti myndir af sínu flúri, sem er með nöfnum þeirra, á Instagram í gær ásamt mynd af flúri Ben, sem fékk sér upphafsstafi þeirra.

„Skuldbinding. Gleðilegan Valentínusardag ástin mín,“ skrifaði hún með færslunni og bætti við: „Skuldbinding er kynþokkafull.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

Aðdáendur hjónanna eru ánægðir með að sjá þessa þróun en þeir hafa haft miklar áhyggjur af sambandi þeirra undanfarið. Myndband af þeim rífast á Grammy-verðlaunahátíðinni fór eins og eldur í sinu um netheima, einnig myndir af Ben sem virtist mjög vansæll á hátíðinni.

Sjá einnig: Rifrildið ekki það eina sem vakti athygli

Stórstjörnurnar gengu í það heilaga í fyrra. Þau héldu þriggja daga brúðkaupsvígslu í Georgíu í Bandaríkjunum í ágúst en giftu sig í júlí 2022.

Þau tóku saman aftur árið 2021 eftir sautján ára aðskilnað. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2002 og var mikið fjölmiðlafár í kringum samband þeirra, paranafn þeirra var „Bennifer“. Þau trúlofuðust ári seinna en slitu sambandinu í byrjun 2004.

Sjá einnig: Brúðkaup Bennifer um helgina – Sjötta trúlofun og fjórða hjónaband J.Lo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“