J.Lo birti myndir af sínu flúri, sem er með nöfnum þeirra, á Instagram í gær ásamt mynd af flúri Ben, sem fékk sér upphafsstafi þeirra.
„Skuldbinding. Gleðilegan Valentínusardag ástin mín,“ skrifaði hún með færslunni og bætti við: „Skuldbinding er kynþokkafull.“
View this post on Instagram
Aðdáendur hjónanna eru ánægðir með að sjá þessa þróun en þeir hafa haft miklar áhyggjur af sambandi þeirra undanfarið. Myndband af þeim rífast á Grammy-verðlaunahátíðinni fór eins og eldur í sinu um netheima, einnig myndir af Ben sem virtist mjög vansæll á hátíðinni.
Sjá einnig: Rifrildið ekki það eina sem vakti athygli
Stórstjörnurnar gengu í það heilaga í fyrra. Þau héldu þriggja daga brúðkaupsvígslu í Georgíu í Bandaríkjunum í ágúst en giftu sig í júlí 2022.
Þau tóku saman aftur árið 2021 eftir sautján ára aðskilnað. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2002 og var mikið fjölmiðlafár í kringum samband þeirra, paranafn þeirra var „Bennifer“. Þau trúlofuðust ári seinna en slitu sambandinu í byrjun 2004.
Sjá einnig: Brúðkaup Bennifer um helgina – Sjötta trúlofun og fjórða hjónaband J.Lo