fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Vigdís segir íslenska karlmenn með blæti ekki láta hana í friði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 22:30

Vigdís Howser. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Ósk Howser, sem heldur úti svæsnasta hlaðvarpi landsins, er komin með nóg af íslenskum strákum sem sjá tattúin hennar og halda að hún sé til í að svala blætisþorsta þeirra.

„Mér finnst þetta bara vera glatað dæmi. Reynið að tala við mann eins og manneskju. Í alvörunni,“ segir hún í nýjasta þætti af Kallaðu mig Howser.

Vigdís er vinsæll áhrifavaldur og stundar nám við kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur einnig getið sér gott orð í rappsenunni og var um tíma í Reykjavíkurdætrum áður en hún gaf út sólóefni.

Bönnuð á Tinder

Vigdís er einhleyp og hefur ekki átt sjö dagana sæla í leit að ást og rómantík. Hún var bönnuð á Tinder og þegar hún fékk að nota aðgang vinkonu sinnar var hún einnig bönnuð þar.

„Bara ömurlegt. Þannig ég hef verið á Smitten og það sökkar,“ segir hún.

Hún segir frá karlmanni sem hún kynntist á stefnumótaforritinu. Á þeirra fyrsta stefnumóti sagði maðurinn henni frá blæti sem hann er með. Það kom henni í opna skjöldu að hann skyldi deila þessu svona fljótt en hún segir að hún hafi tekið eftir því að þetta virðist vera viðvarandi þema hérlendis. Hún tekur það þó skýrt fram að hún sé alls ekki að gera lítið úr blætum annarra (e. kinkshame).

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @vigdis.howser

Vigdís segir að þessi tiltekni maður hafi eins konar blæti fyrir undirfatnaði. „Alltaf að senda mér skilaboð: „Í hvernig nærfötum ertu? Viltu senda mér mynd til að sýna mér í hvernig nærfötum þú ert?““

„Ég hef ekki tíma fyrir þetta! Það er hundrað prósent starf að fylla upp í einhverja blætisþörf karlmanns sem ég þekki ekki. Mér finnst það líka vera bara smá dónalegt, ætlast til þess að ég algjörlega helguð þínu blæti, þú getur ekki einu sinni keypt farsíma handa mér í staðinn, eða tölvu eða borgað leiguna mína eða eitthvað, ef þú vilt að ég sé í hundrað prósent starfi að uppfylla eitthvað kink hjá þér.“

Sjá einnig: Vigdís um deitmenninguna á Íslandi og hvað skal varast – „Ekki bara ríða fyrst og spyrja spurninga seinna“

Vigdís tekur það fram að hún veiti því fullan skilning þegar fólk í sambandi gerir svona fyrir maka sinn en segir að einhleypt fólk ætti að leita til vændiskvenna eða svokallaðra „sugarbabies“ til að uppfylla þessa þörf.

„Ekki vera að leita að þessu hjá mér bara því ég er með tattú,“ segir Vigdís.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @vigdis.howser

„Mér líður eins og gaurar á Íslandi, þegar þeir sjá gellu með ógeðslega mörg tattú, þá bara: Ókei, ég ætla að notfæra mér þig til að fá kink útrás. Ég er alltaf að fá einhver skilaboð frá svona gaurum með eitthvað svona fokking vesen og bara kink,“ segir Vigdís og heldur áfram:

„Þeir eru að leitast eftir einhverju sem ég er ekki að fara að geta gefið þeim. Ég er ekki að fara að vera að taka myndir og senda ykkur á fokking Snapchat þegar ég er 29 ára gömul og eltast við einhver kink hjá ykkur. Mér finnst þetta bara vera glatað dæmi. Reynið að tala við mann eins og manneskju. Í alvörunni,“ segir hún.

Vigdís fer nánar út í smáatriði og segir söguna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Vigdís er einnig virk á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“