fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

„Hvað veldur áhugaleysi á kynlífi eftir fertugt?“

Fókus
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 12:00

Ásdís Rán og Áslaug fara um víðan völl í þættinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kynlífsvandi er sjúkdómur, karlar fara líka á breytingaskeiðið, klám er ókei í hófi, kynlífslöngun getur minnkað með aldrinum og fantasíur eru ekki raunveruleiki.“

Þetta er meðal þess sem athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og kynfræðingurinn Áslaug Kristjánsdóttir ræða um í nýjasta hlaðvarpsþætti ísdrottningarinnar, Krassandi konur.

„Breytingaskeiðið hvað gerist, er það bara hormónaháð að langa að stunda kynlíf? Samkvæmt léttri könnun hjá Krassandi konum á Facebook, þar sem hátt í 300 konur tóku þátt, virðast konur upplifa bæði minni áhuga á kynlífi og stór hluti engan mun eða jafnvel aukna kynlífslöngun,“ segir Ásdís Rán um þáttinn.

„Niðurstöður könnunarinnar sýndu að eftir fertugt fundu um 18 prósent kvenna engan mun á kynlífslöngun, 16 prósent fundu aukna kynlífslöngun og 44 prósent fundu fyrir minni kynlífslöngun,“ segir hún.

„Hvað veldur mögulegu áhugaleysi á kynlífi eftir fertugt, er það bara estrógen skortur eða er það lífið sjálft? Áföll, skilnaðir, áhugaleysi á maka og fleira?“

Horfðu á þáttinn hér að neðan. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum