fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Thelma Björk átti móður sem var heimilislaus í aldarfjórðung – „Kærasti mömmu lá dáinn á gólfinu í nokkra daga, þar sem klofa þurfti yfir hann, og mamma í geðrofi“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 20:08

Thelma Björk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thelma Björk er 48 ára, tveggja barna móðir, eiginkona og aðstandandi alkahólista, svo eitthvað sé nefnt.

Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Thelma ólst upp á Ísafirði til 9 ára aldurs með foreldrum sínum en þá skildu þau og hún flutti með móður sinni og tveimur bræðrum til Akureyrar.

Nágranninn barnaníðingur

Faðir Thelmu var dagdrykkjumaður og móðir hennar drakk einnig.

„Við bjuggum í litlu gulu húsi og nágranni okkar í næsta húsi var eldri maður, hann sótti mig oft út og fór með mig inn í bílskúr og misnotaði mig kynferðislega,“ segir hún og bætir við að hún muni eftir þvi að hann hafi átt veika konu sem var rúmföst.

Misnotkunin átti sér stað yfir nokkurra ára tímabil og veit Thelma í dag að hann misnotaði mörg börn en barnabarn mannsins var með henni í bekk.

Eftir að fjölskyldan flutti til Akureyrar fór móðir Thelmu að drekka meira og missti fljótt stjórnina.

Tíu ára með ábyrgð á fjölskyldunni

Aðeins 10 ára gömul var Thelma farin að bera ábyrgð á bræðrum sínum, vekja þá og koma þeim í skóla og leikskóla ásamt því að ljúga mikið fyrir móður sína til að vernda ímynd hennar.

Þegar móðir hennar fór í sína fyrstu meðferð varð Thelma sár og fannst hún illa svikin því hún hafði staðið sig svo vel að ljúga að öllum.

„Ég borðaði mjög mikið það kvöld,“ segir hún en Thelma flúði sína vanlíðan í mat og borðaði tilfinningar sínar í fjölda ára.

Móðir Thelmu fann sér kærasta í einni meðferðinni og reyndist sá mikill ofbeldismaður,

Sárt að eiga móður á götunni

Thelma fékk nóg á þeim tíma og flutti til Reykjavíkur.

Stuttu seinna voru þau, mamma og kærastinn búin að selja allt fyrir áfengi og misstu íbúðina. Hún hætti með honum og byrjaði með bróður hans, flutti til Reykjavíkur og beint á götuna“.

Thelma segir frá því hvernig var að vera unglingur og eiga móður sem bjó á götunni.

„Ég var ekkert að labba Laugaveginn og vildi ekkert að fólk sæi hana en fór mikið að leita að henni bara til að öskra á hana eða láta hana vita hversu ósátt ég væri við þetta, hún var á götunni í 25 ár.“

Margt gerist í lífi aðstandenda og segir Thelma frá mismunandi tímum í meðvirkni og tímabilum í veikindum móður sinnar.

Lá dáinn á gólfinu í nokkra daga

„Einn daginn hringdi bróðir minn í mig og sagði mér að maðurinn hennar mömmu væri dáinn.

Lögreglan sagði mér að hann væri búinn að liggja dáinn á gólfinu í nokkra daga þar sem klofa þurfti yfir hann og hún í einhvers konar geðrofsástandi.“

Thelma syrgir það sem hefði geta orðið, hún á 66 ára gamla móður sem býr á stofnun, heyrnarlaus eftir slys þar sem hún datt á hnakkann og með heilabilun eftir drykkju.

„Ég syrgi það sem hún hefði geta verið ef hún hefði geta orðið edrú eða ef hún hefði getað verið amma barnanna minna og alls konar, það er svo skrítið.“

Það má hlusta á viðtalið við Thelmu Björk í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?