Fyrirsætan Chrissy Teigen hefur verið mjög opin um skoðun sína á fyrrverandi Bandaríkjaforsetanum Donald Trump í gegnum árin og verið dugleg að viðra hana á Twitter.
Hún hefur ekki veigrað sér við að fara ófögrum orðum um Trump og stundum gripið til skrautlegra blótsyrða. Þegar hún lét þessi orð falla datt henni örugglega ekki í hug að þau yrðu lesin upphátt á Bandaríkjaþingi.
Fulltrúar eftirlitsnefndar heyrðu vitnisburði frá fyrrverandi starfsmönnum Twitter varðandi málfrelsi, samfélagsmiðla og afskipti stjórnvalda.
Myndband þar sem ein af færslum hennar um Trump er lesin upphátt á þinginu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.
Í þeirri færslu vísar hún í fyrrverandi Bandaríkjaforsetann sem „pussy ass bitch“.
„Chrissy Teigan referred to Donald Trump as a ‘pussy ass bitch'“ pic.twitter.com/maAVA7tPK4
— Aaron Rupar (@atrupar) February 8, 2023
Chrissy sá myndbandið og var orðlaus. „Ég… Guð minn góður,“ sagði hún.
I…oh my god https://t.co/PKc1rzEFyx
— chrissy teigen (@chrissyteigen) February 8, 2023
Netverjar höfðu einnig mjög gaman af málinu.
I can’t stop watching this and laughing!!! Over and over!
— Dana Goldberg (@DGComedy) February 8, 2023
That it was read into the Congressional record is the most beautiful thing I have seen in quite some time.
— Daniel Summers, MD (@WFKARS) February 8, 2023