Hrafnhildur var valin Miss Universe Iceland 2022. Hún steig á svið Miss Universe í New Orleans í Bandaríkjunum fyrir hönd Íslands í janúar.
View this post on Instagram
Sjá einnig: Sjáðu Hrafnhildi geisla á sviði Miss Universe
Hrafnhildur hefur undanfarið verið upptekin við að sinna störfum fegurðardrottningar, mæta á alls konar viðburði og fara í myndatökur. En nýjasta myndaserían sem hún birti í gærkvöldi er öðruvísi en hinar á Instagram-síðu hennar.
Þetta eru ekki raunverulegar ljósmyndir af Hrafnhildi heldur bjó gervigreind þessar myndir til.
„Takk kærlega fyrir þessar ótrúlega raunverulegu myndir,“ sagði Hrafnhildur og merkti forritið Musa.Ai við færsluna.
View this post on Instagram
Gervigreindarforrit hafa notið mikilla vinsælda undanfarið og muna margir örugglega eftir trendinu í desember í fyrra þar sem fólk keypti forrit sem teiknaði upp myndir af þeim sem ofurhetjur eða einhvers konar karakterar.
Sjá einnig: Allir glæsilegir í nýju trendi nema Edda