Frumkvöðullinn og myndbandaframleiðandinn Dontae Catlett er með um 340 þúsund fylgjendur á Instagram. Þar deilir hann meðal annars skipulagsráðum, eins og hvernig hægt er að pakka fyrir tíu daga ferðalag og notast aðeins við eina tösku.
Catlett pakkar í nokkrar smærri töskur til að byrja með: boli og skyrtur í eina, buxur í aðra, nærföt í þá þriðju og snyrtivörur fara í sérstaka hólfaskipta tösku (sem hægt er að hengja upp á baðherberginu ef vill). Sokkunum raðar hann inn í skóna og setur skóna síðan í skópoka. Öllu þessu raðar hann svo eins og í Tetris í ferðatöskuna og nóg pláss fyrir allt og engin ástæða til að hoppa á ferðatöskunni svo hægt sé að loka henni.
View this post on Instagram