fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Ensk og sænsk sveit vann sveitakeppni Bridgehátíðar

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 30. janúar 2023 16:28

Meðlimir í sveit Black eru Andrew Black, Andrew Mcintosh og Tom Paske, sem eru enskir og Svíarnir Símon Hult, Peter Berthau og Gunnar Hallberg.MYND/Bridgesamband Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveit Black sem vann næsta öruggan sigur í sveitakeppni Bridge Festival sem lauk í Hörpu í gærkvöld. Um 700 spilarar tóku þátt í Bridgehátíð sem heppnaðist mjög vel að sögn Matthíasar Imsland, framkvæmdastjóra Bridgesambands Íslands og Reykjavik Bridge Festival. Margir af bestu spilurum heims voru á meðal keppenda sem voru á öllum aldri en 60 ára aldursmunur var á yngsta og elsta keppandanum.

Sveit Black endaði með 142,9 stig en meðalskor var 100 stig. Meðlimir í sveit Black eru Andrew Black, Andrew Mcintosh og Tom Paske, sem eru enskir og Svíarnir Símon Hult, Peter Berthau og Gunnar Hallberg.

Íslenska sveitin J.E.Skjanni var með góða forystu eftir fyrri daginn í keppninni en gekk afleitlega í dag og endaði í 10-11 sæti. Sveit Black var með 9 stiga forystu fyrir síðustu umferðina og vann þægilegan sigur 13,72-6,28 gegn sænsku sveitinni Fredin sem varð að sætta sig við áttunda sætið. Efsta íslenska sveitin var Grant Thornton en hún hafnaði í fimmta sæti með rúmlega 127 stig.

Norskt par vann tvímenningskeppnina

Norska parið Tor Eivind Grude og Christian Bakke vann sigur í tvímenningskeppni Bridgehátíðar á föstudagskvöldinu. Þetta var kærkominn sigur hjá þeim norsku því þeir leiddu mótið í fyrsta sinn á lokakaflanum og tryggðu sér sigur með 57,6% skor. Íslenska parið, Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson höfnuðu í öðru sæti mjög stutt á eftir með 57,2% skor. Þýskaparið Sabine Auken og Roy Wellandsem höfðu leitt mótið alllangan tíma, þurfti að sætta sig við að detta niður í þriðja sæti með 57,2% skor, aðeins fyrir neðan Gunnlaug og Kjartan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“