Tónlistarmaðurinn Marilyn Manson er nú sakaður um að hafa tælt og ítrekað brotið kynferðislega gegn 16 ára stúlku á tíunda áratug síðustu aldar. Þessu er haldið fram í stefnu sem lögð hefur verið fram fyrri dómstólum í Bandaríkjunum.
Í stefnu er því haldið fram að tónlistarmaðurinn hafi fyrst brotið gegn stúlkunni eftir að hafa boðið henni með í rútu sem hann notaði á tónleikaferðalagi sínu í september 1995. Hafi hann í kjölfarið hótað stúlkunni að ef hún segði frá þá myndi Manson myrða hana og fjölskyldu hennar.
Í kjölfarið hafi Manson byrjað að hringja í stelpuna og beðið hana um að senda grófar kynferðislega myndir af sér og vinkonum sínum. Myndirnar áttu að sendast til aðdáendaklúbbs Mansons – Satan’s Bakesale.
Manson hafi svo boðið stúlkunni í desember 1995 á tónleika sína í New Orleans og þar hafi hann farið með hana í rútu sína og orðið þar agressífur og aftur brotið gegn henni.
Er því haldiði fram að í báðum tilvikum í tónleikarútunni hafi hluti af fylgdarliði Manson verið á staðnum þegar brotin áttu sér stað.
Meintur þolandi, sem í stefnu er kölluð Jane Doe, segir að í kjölfar brotanna hafi hún leiðst út í fíkniefni og áfengisneyslu og hafi hún verið „lokkuð inn í myrkan heim [Mansons], sem var fullur af eiturlyfjum, áfengi, afbrigðilegu kynlífi, áreitni og kynferðisbrotum.“
Árið 1999 þegar stúlkan var orðið 19 ára gömul hafi henni verið boðið með á tónleikaferðalag Mansons þar sem hann hafi haldið áfram að tæla og brjóta gegn henni í fjórar vikur. Hafi hann neytt hana til að stunda hópkynlíf með sér og öðrum meðlimum í hljómsveit Mansons og stundum jafnvel aðstoðarmanni hans. Manson hafi stýrt því hvað Jane mátti gera, hver mætti snerta hana, hverjum Jane svæfi hjá og samtímis hélt hann að henni fíkniefnum.
Er því haldið fram í stefnunni að útgáfufyrirtæki Mansons hafi vitað hvað var í gangi, eða hefðu. mátt vita hvað væri í gangi enda ættu þeir að vita að Manson var þekktur fyrir að gefa kvenkynsaðdáendum fíkniefni og hleypa þeim baksviðs, inn í rútu sína, upp á hótelherbergi. Hann væri einnig þekktur fyrir að brjóta gegn konum sem og ólögráða stúlkum.
Lögmaður Jane, Karen Barth Menzies sagði í samtali við Page Six að kynferðisbrotamenn innan tónlistarbransans séu sjaldnast einir að verki. Það þurfi heilt net af fólki til að aðstoða og hylma yfir með listamönnum sem stunda þessi hrottalegu brot.
„Svo það geti orðið marktækar breytingar í tónlistargeiranum þá verðum við að gera meira heldur en að draga gerendur til ábyrgðar. Við verðum að neyða plötuútgefendur til að gangast við þeim brotum sem þeir hafa látið viðgangast, og jafnvel í tilvikum stuðlað að. Og við verðum að neyða þá til að taka ábyrgð á því að hafa leyft og grætt á yfirgengilegri glæpaháttsemi.“
Ofangreint mál er ekki í fyrsta sinn sem Manson hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Bara nýlega gerði hann dómsátt við leikkonuna Esmé Bianco vegn amáls sem hún höfðaði gegn honum árið 2021. Esmé hélt því þar fram að Manson hafi byrlað henni, pyntað og nauðgað. Auk Esmé hefur fjöldi kvenna stigi fram að sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot, en þær fóru að stíga fram hver eftir aðra eftir að leikkonan Evan Rachel Wood greindi frá því árið 2021 að hann hefði brotið gegn henni. Manson höfðaði í kjölfarið meiðyrðamál gegn leikkonunni en hún hefur ávallt staðið við sína frásögn.
Manson sagði í yfirlýsingu sem hann flutti fyrir dómi að hann skilji mál svo að í febrúar 2021 hafi Evan Rachel Wood ásakað hann um ofbeldi á Instagram. Í kjölfarið hafi fleiri konur stigið fram með „falskar opinberar ásakanir“. Sagði Manson ekkert hæft í þessum ásökunum og hefðu öll samskipti hans við konurnar verið með samþykki.
„Ég hef aldrei misnotað, ráðist á, auðgað, hótað, eða stundað mansal með nokkra af þessum konum, líkt og þær halda fram. Þeirra ásakanir geng mér um misnotkun, ofbeldi, nauðgun, hótanir og svo framvegis, eru með öllu ósannar.“