fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Listin á bak við góða typpamynd

Fókus
Föstudaginn 27. janúar 2023 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Typpi koma í öllum stærðum og gerðum. Það er ýmislegt sem er gott að hafa í huga þegar kemur að því að taka góða typpamynd. Margir nýta tæknia tl að stunda svokallað „sexting“, þar skipst er á funheitum skilaboðum og þokkafullum myndum. Myndatakan getur þá oft orðið æði vandasöm þar sem sendandi vill bæði líta vel út í augum viðtakanda og einnig að myndin veiti móttakandanum ánægju.

Hér þarf að hafa það tryggilega á bak við eyrað að slíkar myndsendingar séu með samþykki þess sem á myndinni sést sem og þess sem tekur við henni. Það er ekkert jafn óaðlaðandi (og ógeðslegt) og óumbeðin typpamynd. Vertu viss um að hinn aðilinn vilji myndina, spurðu fyrst og fáðu samþykki áður en þú smellir á „senda“.

Cosmopolitan ræddi við 25 konur um hvernig typpamyndir þær vilja helst fá. Við tókum saman helstu ráðinh hvað varðar lýsingu, sjónarhorn og fleira.

Vel innrömmuð

„Góð typpamynd er vel römmuð inn. Það er ákjósanlegt að það sjáist í neðri kviðvöðvana, eða allavega allt klofið og smá læri. Typpið ætti líka að vera í fókus og nægilega vel upplýst svo það stingi aðeins í stúf við umhverfi sitt.“ – Jenny, 23 ára.

Ekki vera Bangsímon

„Í guðanna bænum, farðu úr bolnum áður en þú tekur mynd. Ég grátbið ykkur, ekki vera Bangsímon.“ – Melissa, 30 ára.

„Næstum því“ typpamynd

„Besta typpamyndin er ekki typpamynd heldur „næstum því“ typpamynd. Einu sinni sendi gaur mér mynd af sér taka utan um typpið sitt utanklæða og ég missti næstum því vitið. Lúmsk mynd af standpínunni hans án þess að fara í gegnum allt vesenið að fara úr fötunum og finna rétt sjónarhorn gerði þetta einhvern veginn betra.“ – Nicole, 26 ára.

Séróskir

„Það er misjafnt eftir hverjum og einum hvað teljist vera aðlaðandi typpamynd. Það heitasta sem gaur getur gert er að spyrja mig hvað ég vil sjá. Einu sinni var ég að tala við gaur og hann bað mig um að segja nákvæmlega hvað ég vildi sjá. Öryggið hans og dirfskan kveikti strax í mér.“ – Lelia, 29 ára.

Húmor

„Ég er kannski í minnihluta hérna en typpamynd gerir ekkert fyrir mig. Eina leiðin til að það virki er að ef það er einhver húmor í því. Einu sinni sendi kærastinn minn mér mynd af typpinu sínu í pylsubrauði og spurði hvort ég vildi bita. Þetta óvænta og sprenghlægilega sjónarhorn var það sem kveikti í mér.“ – Karina, 28 ára.

Beint eftir sturtu

„Ein heitasta typpamynd sem ég hef fengið var þegar gaur tók mynd strax eftir sturtu. Hann var nakinn og tók mynd í speglinum. Vegna hitans var smá móða á speglinum en þú gast séð akkúrat nóg. Þetta var alveg ótrúlega kynþokkafull mynd.“ – Krysta, 24 ára.

Myndbönd takk

„Ég hef verið mikið fyrir typpamyndbönd upp á síðkastið. Það sýnir mér mikið betur hvað er að frétta heldur en mynd.“ – Raya, 27 ára.

Önnur kona segist einnig vera hrifnari af myndböndum en bætir við. „Hættu að nota fokking emoji kalla.“

Gott grip

„Ég fíla það þegar gaur hefur gott grip á því, ef þú skilur hvað ég meina.“ – Nico, 21 árs.

Snerting

„Mynd af gaur snerta typpið sitt er mikið heitara en bara einsamall tittlingur að stara framan í þig. Betra að hann sé harður, best að vera alveg ber en stundum er heitt að láta typpið gægjast út um nærbuxurnar. Það er líka fínt þegar myndavélin er nálægt en ekki of nálægt, ég vil sjá smá bakgrunn.“ – Rachel, 35 ára.

Þú getur lesið fleiri ráð á vefsíðu Cosmopolitan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“