Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason tilkynnti á Instagram fyrir stuttu að hann hefur ákveðið að snúa aftur í sviðsljósið með vinsæla þáttinn Harmageddon.
Þátturinn mun þó ekki vera á X-inu 97.7 eins og áður heldur mun ný efnisveita sjá um útgáfuna.
„Að þessu sinni verður þátturinn fáanlegur á efnisveitunni brotkast.is. Brotkast er lítið fjölskyldufyrirtæki sem við eiginkona mín, Helga Gabríela höfum sett á fót og vonum við að það eigi eftir að vaxa vel og dafna á næstu misserum.
Við byrjum með sex mismunandi þætti en eigum eftir að bæta við þáttastjórnendum á komandi vikum og mánuðum. Mér þætti vænt um að vinir mínir og kunningjar vildu styrkja þetta framtak okkar með því að næla sér í áskrift á einungis 1.669kr á mánuði. Góðar stundir.“
View this post on Instagram
Síðasti þáttur Harmageddon fór í loftið í september 2021 eftir fjórtán ára göngu. Frosti sneri sér þá að sjónvarpi á Stöð 2 en var settur í ótímabundið leyfi frá Sýn og SÁÁ eftir að fyrrverandi kærasta hans, Edda Pétursdóttir, greindi frá andlegu ofbeldi af hans hálfu. Eftir það tók hann algjöra U-beygju og varð sjómaður á línubát um tíma.
Sjá einnig: 14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag