fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sprenging í bíl Friðriks orsakaði óvænt góða byrjun á Bóndadeginum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. janúar 2023 15:30

Myndir: Friðrik Ottó Friðriksson/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Ottó Friðriksson lenti í því fyrr í dag að heyra sprengingu koma frá bílnum sínum. „Ég fer í ræktina og svo þegar ég er kominn heim og að labba frá bílnum þá heyrist svaka sprenging frá bílnum og ég fer og labba hringinn og athuga með dekkin og opna svo bílinn og athuga að innan og þá springur önnur sprengja, svaka hvellur, og þá átta ég mig að þetta kemur úr skottinu,“ segir Friðrik um málið í færslu sem hann birti á Facebook en hann veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um málið.

Það var þó ekkert að bílnum sjálfum heldur var sprengingin rakin til þess sem Friðrik geymdi í skottinu á bílnum. „Við vorum með bílinn hlaðinn sprengjum, jú það var nefnilega þannig að við fórum í Costco um daginn og keyptum Coke og Sprengjugos (SPRITE ZERO) við tókum tvær kippur inn til okkar en skildum hinar tvær klippurnar út í bíl, sólarhringur líður og frostið bítur á,“ segir Friðrik í færslunni.

Þegar Friðrik opnaði skottið þá blöstu kippurnar tvær við honum en tvær flöskur úr Sprite kippunni höfðu sprungið og önnur var við það að springa. Kók flöskurnar sluppu þó alveg, Friðrik hugsar að sennilega sé það út af sykrinum í því.

Frábær þjónusta orsakaði góða byrjun á Bóndadeginum

Friðrik ákvað að smella mynd af ástandinu í bílnum eftir flöskurnar sem sprungu og fara svo með flöskurnar og brotin úr þeim í Coca-Cola European Partners á Íslandi. Hann ber þjónustunni þar góða söguna og lýsir góðu móttökunum sem hann fékk þar:

„Ég tala við vingjarnlega konu sem segir við mig að ég þurfi að bíða 10 – 15 mínútur eftir að hún sýnir öðrum og að ég geti fengið mér kaffi eða gos. Við mér blasir háþróaðasta kaffivél með smartscreen og 15 möguleikum kaffi og kakó, og svo tveir stórir kælar með öllum drykkjarvörum þeirra og flottur sófi.

Svo kemur daman eftir stutta stund og réttir mér miða og segir mér að ég þurfi að fara í móttöku lagersins handan við hornið ég tek tvær 0.5 flöskur eina sprite og eina coke fyrir konuna og fer á stað og rétti þeim miðann og ég fæ kippu af Sprite Zero YIBBÍÍ.“

Friðrik segir undir lokin að þetta hafi verið góð byrjun á Bóndadeginum og óskar svo bóndum landsins til hamingju með daginn. „Munið að ganga úr myrkinu í fjósið,“ segir hann svo að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram