Eiginmaður hennar lá meðvitundarlaus, nær dauða en lífi, á sjúkrahúsi eftir hræðilegt bílslys í janúar 2022. Hún óttaðist að ástæða slyssins hafi verið vegna þess að hann hafi verið að reyna að svara smáskilaboðum hennar. Hún skoðaði símann hans og uppgötvaði í kjölfarið fjölda skilaboða til annarra kvenna, stefnumótaforrit og fleira sem sannaði að hann hafði verið að halda framhjá henni með mörgum konum.
Hún ákvað að fara ekki frá honum, heldur hugsa um hann og hjúkra honum aftur til heilsu. Hún hjálpaði honum að læra að ganga upp á nýtt, borða, tala og nota símann sinn, sem hann notaði svo til að halda aftur framhjá henni.
„Ég var sú sem kenndi honum að nota símann sinn aftur, bara svo hann gæti byrjað að tala aftur við aðrar konur,“ sagði Kate í myndbandi á TikTok, en saga hennar hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.
@katesifu Replying to @checkitoutyomomma STORY TIME! Trying to sum up this 8 month hospital stay in 2 minutes was not easy 😮💨 #divorcetok #cheatertok #fyp #storytime #thetea #fml #trauma ♬ 【No drums】 Emotional space-like epic … – MoppySound
Eftir að eiginmaður hennar kom aftur til meðvitundar eftir mánuð þá ræddi hún strax við hann um skilaboðin sem hún fann í símanum hans. Hún segir að hann hafi varla getað talað en viðurkenndi að hafa haldið framhjá henni.
„Hann sagði að honum þætti þetta leitt og sagði allt það sem þessir gaurar segja til að fá þig til að fyrirgefa þeim. Þannig ég var áfram með honum,“ segir Kate.
Á meðan hann lá inn á endurhæfingardeild fóru þau í hjónabandsráðgjöf. „Ég vildi geta sagt að ég hafi barist fyrir hjónabandi mínu og reynt að láta það ganga.“
En á meðan þessu stóð var eiginmaður hennar að tala við aðrar konur. „Hann var hættur að reyna að fela það,“ segir hún.
„Þá fékk ég nóg.“