Virkilega sjarmerandi einbýlishús á einni hæð við Bláskóla í Hveragerði er á sölu.
Eignin er mikið endurnýjuð og er á 1300 fermetralóð með garði sem vann til verðlauna árið 2020.
Það eru þrjú svefnherbergi ásamt rislofti sem nýtist sem fjórða svefnherbergið, tvö baðherbergi og stór bílskúr.
Eignin er 196,3 fermetrar að stærð, þar af 60 fermetra bílskúr, og ásett verð er 97,7 milljónir.
Þú getur skoðað fleiri myndir og lesið nánar um eignina á fasteignavef DV.