fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Segja Lisu Marie Presley hafa virst óstöðuga og veikburða tveimur dögum áður en hún dó

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. janúar 2023 09:57

Myndir/Getty/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lisa Marie Presley virtist óstöðug þegar hún gekk rauða dregilinn á Golden Globes verðlaunahátíðinni, aðeins tveimur dögum áður en hún lést.

Bandaríska söngkonan og lagahöfundurinn fékk hjartastopp í gærkvöldi og lést í nótt. Hún var 54 ára og var dóttir Elvis Presley og Priscillu Presley. Móðir hennar greindi frá andláti hennar í nótt.

Sjá einnig: Lisa Marie Presley er látin

Lisa Marie sást síðast opinberlega á þriðjudaginn á verðlaunahátíðinni. Þar var hún með móður sinni og leikaranum Austin Butler, sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Elvis“. Hann fékk verðlaun fyrir leik sinn í myndinni.

Page Six greinir frá því að aðdáendur söngkonunnar hafi lýst yfir áhyggjum og sagt að hún hafi virst óstöðug og veikburða í viðtali sem Billy Bush tók við hana fyrir Extra.

„Ég ætla að fá að styðjast við þig,“ sagði hún við Jerry Schilling, gamlan vin föður hennar, á meðan viðtalinu stóð.

Áhyggjufullir aðdáendur sögðu að hún hafi talað aðeins hægar en venjulega og að hún hafi virkað frekar „veikburða.“

„Hún lítur út fyrir að vera vannærð og maður sér sorgina svo greinilega,“ sagði einn netverji og var þá að vísa í sorg Lisu eftir að sonur hennar, Benjamin, féll fyrir eigin hendi árið 2020.

Annar netverji segir að hún hafi kannski virkað smá brothætt en að hún hafi verið skýrmælt.

Annað myndband frá kvöldinu hefur einnig verið að vekja athygli á samfélagsmiðlum. Í því virðist Lisa Marie eiga erfitt með að ganga niður nokkur þrep á meðan Butler og Schilling aðstoða hana.

@elitedaily Austin. Butler. *bites lip* #GoldenGlobes #austinbutler #elvis #elvismovie ♬ f urself in vegas – SHIMA

Söngkonan var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa fengið hjartastopp. Hún lést á West Hills sjúkrahúsinu í Los Angeles.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“