Áhrifavaldurinn og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, byrjar alla daga af krafti.
„Mér finnst góð morgunrútína gríðarlega mikilvæg til þess að eiga frábæran dag. Líkamleg, andleg og huglæg heilsa er eitt og það sama. Með því að huga að öllum þessum hlutum get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér,“ sagði hann í færslu á Instagram í gær og fór yfir morgunrútínu sína, skref fyrir skref.
View this post on Instagram
Áhrifavaldurinn byrjar alltaf daginn á því að drekka einn lítra af vatni á meðan hann undirbýr sig fyrir verkefni dagsins.
„Ég fer yfir markmið mín sem ég hef sett mér fyrir vikuna, mánuðinn og árið. Ég fer ekki á samfélagsmiðla,“ segir hann.
„Ég er með öll mín verkefni, markmið og skipulag í spjaldtölvu sem ég les yfir á hverjum degi. Með því að lesa yfir verkefni og markmið á hverjum degi er mjög líklegt að þau verði að veruleika.“
„Kalt vatn eða kuldi á morgnanna. Ég byrjaði á því að setja andlit/höfuð í ískalt vatn eins lengi og ég get. Markmiðið mitt er að fara í kalda sturtu á morgnanna og ég er að vinna mig að því markmiði,“ segir hann.
„Ég drekk kaffi sirka 45 mínútum eftir að ég vakna. Á meðan ég drekk kaffið hlusta ég á, eða horfi á, fræðsluefni tengt heilsu, fjármálum eða öðrum áhugamálum,“ segir kírópraktorinn.
„Á meðan ég geri allt þetta er ég með birtu í augum. Birta í augun á morgnanna er mikilvæg fyrir hormónakerfið. Hefur góð áhrif á blóðsykurinn, karl/kvenhormón, svefninn og fleira,“ segir hann.
Gummi segir að hann leyfir sér einn orkudrykk á dag og fær sér hann oftast fyrir æfingu.
„Ég æfi oftast á hverjum degi. Ég lyfti oftast lóðum en stundum hjóla ég, tek tabata eða fer á göngubrettið. Ég tek samt alltaf liðleikaæfingar til að halda skrokknum ágætlega mjúkum,“ segir hann.
Morgunrútínan endar á því að bera serum, augnkrem og dagkrem á andlitið. En hann gerir það bæði kvölds og morgna.