fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Morgunrútína Gumma Kíró skref fyrir skref

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. janúar 2023 09:06

Gummi Kíró. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, byrjar alla daga af krafti.

„Mér finnst góð morgunrútína gríðarlega mikilvæg til þess að eiga frábæran dag. Líkamleg, andleg og huglæg heilsa er eitt og það sama. Með því að huga að öllum þessum hlutum get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér,“ sagði hann í færslu á Instagram í gær og fór yfir morgunrútínu sína, skref fyrir skref.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by G U M M I – K Í R Ó (@gummikiro)

Byrjar á vatni og fer yfir skipulag

Áhrifavaldurinn byrjar alltaf daginn á því að drekka einn lítra af vatni á meðan hann undirbýr sig fyrir verkefni dagsins.

„Ég fer yfir markmið mín sem ég hef sett mér fyrir vikuna, mánuðinn og árið. Ég fer ekki á samfélagsmiðla,“ segir hann.

„Ég er með öll mín verkefni, markmið og skipulag í spjaldtölvu sem ég les yfir á hverjum degi. Með því að lesa yfir verkefni og markmið á hverjum degi er mjög líklegt að þau verði að veruleika.“

Skjáskot/Instagram

Kalt vatn

„Kalt vatn eða kuldi á morgnanna. Ég byrjaði á því að setja andlit/höfuð í ískalt vatn eins lengi og ég get. Markmiðið mitt er að fara í kalda sturtu á morgnanna og ég er að vinna mig að því markmiði,“ segir hann.

Kaffi

„Ég drekk kaffi sirka 45 mínútum eftir að ég vakna. Á meðan ég drekk kaffið hlusta ég á, eða horfi á, fræðsluefni tengt heilsu, fjármálum eða öðrum áhugamálum,“ segir kírópraktorinn.

Skjáskot/Instagram

Birta í augun

„Á meðan ég geri allt þetta er ég með birtu í augum. Birta í augun á morgnanna er mikilvæg fyrir hormónakerfið. Hefur góð áhrif á blóðsykurinn, karl/kvenhormón, svefninn og fleira,“ segir hann.

Orkudrykkur og æfing

Gummi segir að hann leyfir sér einn orkudrykk á dag og fær sér hann oftast fyrir æfingu.

„Ég æfi oftast á hverjum degi. Ég lyfti oftast lóðum en stundum hjóla ég, tek tabata eða fer á göngubrettið. Ég tek samt alltaf liðleikaæfingar til að halda skrokknum ágætlega mjúkum,“ segir hann.

Morgunrútínan endar á því að bera serum, augnkrem og dagkrem á andlitið. En hann gerir það bæði kvölds og morgna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“