Karlmaður leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.
Hann kom að eiginkonu sinni með nítján ára syni nágranna þeirra og veit ekki hvað hann á að gera.
„Ég er 38 ára og eiginkona mín 36 ára. Við höfum verið gift í tvö ár og í sambúð í fimm ár. Okkur kemur vel saman við nágranna okkar, sem eru á sextugsaldri og eiga nítján ára son. Hann er mjög þögull, hann varla virðir mann viðlits,“ segir maðurinn.
„Drengurinn fór í tölvufræði í háskólanum þannig þegar eiginkona mín var í veseni með fartölvuna sína, stakk ég upp á því að hún myndi athuga hvort hann gæti hjálpað henni.“
Hann hefði betur sleppt því. „Hún kom heim hálftíma seinna og sagðist hafa skilið fartölvuna eftir hjá honum. Viku seinna hafði hann samband við hana og hún fór að sækja tölvuna. Hún var heillengi í burtu og þegar hún kom aftur sagði hún að drengurinn ætti enn eftir að laga eitthvað. Hún virkaði frekar taugaóstyrk en ég pældi ekkert meira í því,“ segir maðurinn.
Þremur dögum síðar fékk eiginkona hans skilaboð um að tölvan væri tilbúin. „Foreldrar hans voru á ferðalagi og höfðu beðið mig um að fylgjast með húsinu á meðan þeir voru í burtu. Þannig þegar konan mín hafði ekki skilað sér eftir klukkutíma ákvað ég að kíkja yfir til að athuga hvort allt væri ekki í lagi. Ég var miður mín þegar ég nálgaðist húsið. Ég sá eiginkonu mína sitja klofvefa yfir syni nágrannans á sófanum,“ segir hann.
Hann segir að hann hafi farið aftur heim og verið niðurbrotinn. Þegar eiginkona hans skilaði sér heim sá hún strax hvað væri í gangi. „Hún reyndi að afsaka þetta og segir að þetta sé búið á milli þeirra. Við erum að reyna að vinna í sambandinu en hvernig get ég treyst henni? Hún gjörsamlega niðurlægði mig.“
„Ef þú getur náð þér á strik eftir þessi svik þá mun það taka tíma. Ekki vanmeta hversu mikið sjokk það var að sjá eiginkonu þína með þessum unga manni. Talaðu aftur við hana og reyndu að komast til botns í þessu. Spurðu hana hvernig henni líður, hvað henni finnst um líf ykkar saman og kynlífið, hvort hún sé að skemmta sér. Finnst henni eins og þú takir henni sem sjálfsögðum hlut?“ segir sambandsráðgjafinn.
„Ef þið viljið bæði laga hjónabandið þá þarf hún að vinna hörðum höndum að því að byggja upp traust aftur og þið þurfið bæði að vera hreinskilin við hvort annað. Hlustaðu á það sem hún hefur að segja, þar sem það gefur þér vísbendingu um af hverju hún gerði þetta.“