Sænski umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg á orðið eitt af vinsælustu tístum sögunnar eftir að hún svaraði karlrembunni Andrew Tate í byrjun ársins. Andrew gat ekki setið á sér og svaraði henni, sem varð til þess að rúmenska lögreglan komst að staðsetningu hans og handtók hann.
Andrew er grunaður um mansal, nauðgun og fyrir að hafa stofnað skipulögð glæpasamtök. Hann er mjög umdeildur enda stoltur talsmaður eitraðrar karlmennsku og hefur einnig verið kallaður hættulegasti maður samtímans út af skilaboðum sínum til ungra karlmanna.
Þetta byrjaði allt á því að Andrew birti færslu á Twitter og beindi orðum sínum að Gretu:
„Hæ @GretaThungberg. Ég á 33 bíla. Það er bara byrjunin. Skildu vinsamlegast eftir netfangið þitt svo ég get sent þér lista yfir bílaeign mína og ótrúlega mengunina frá þeim,“ skrifaði hann.
Greta svaraði: „Já, fræddu mig endilega. Sendu tölvupóst á smalldickenergy@getalife.com.“
Sjá einnig: Kom pitsukassi upp um Andrew Tate?
Íslenska baráttukonan Þórdís Elva Þorvaldsdóttir ræðir um frasann „small dick energy“ eða „lítil typpaorka.“
Frasinn „big dick energy“ eða BDE varð vinsæll eftir að Ariana Grande tísti um typpastærð þáverandi unnusta síns, Pete Davidson.
En BDE – eða „typpaorka“ – snýst ekki um typpastærð heldur hvernig fólk ber sig, hvort það geislar af sjálfsöryggi og frasinn á meira við um allsherjarbrag einstaklingsins.
Sjá einnig: Þessar stjörnur eru með mestu „typpaorkuna“ samkvæmt Anne Hathaway
Því vísar „small dick energy“ ekki til stærðar getnaðarlims karlmanna heldur hvernig þeir bera sig, hvaða orku þeir gefa frá sér og svo framvegis.
Þórdís útskýrir það nánar í myndbandinu hér að neðan og fer yfir sögulegt samhengi frasans. Hún tengir umræðuna við feðraveldið, kúgun kvenna og segir að þegar konur segja við karlmenn að þeir séu með „litla typpaorku“ þá sé það ekki líkamssmánun, því málið sé miklu flóknara en svo.
Myndbandið hefur vakið mikla athygli og fengið yfir 56 þúsund áhorfa á tveimur dögum. Horfðu á það hér að neðan.
View this post on Instagram