fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Hvað segir varaliturinn um persónuleika þinn?

Fókus
Föstudaginn 6. janúar 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest sem við veljum, hvort sem um er að ræða mat, fatnað, tónlist eða húsgögn, segir eitthvað um okkur sem einstaklinga. Jafnvel val á varalit getur gefið meira upp um persónuleika þinn en þig kann að gruna. 

Vafalaust er ekki um hárnákvæm vísindi að ræða en á vafri um stafrænar lendur internetsins virðist vera nokkur samhljómur í kenningum um tengsl varalita og skapgerðar.

Beauty portrait of a lovely blond blue eyed woman with flawless skin wearing pink toned makeup tilting her head to the side looking at camera with pouting lips while holding a pink flower to her face

Bleikur

Þeir eru nota bleikan varalit eru ljúfir í skapi og annt um náungann. Þeir hafa tilhneygingu til að vera viðkvæmir og taka gagnrýni illa þar sem þeim er mjög í mun að þóknast fólki. En viðkvæmni og styrkur geta auðveldlega farið saman og aðdáendur bleiks varalit eru fullkomlega færir um að standa með sjálfum sér svo og vinum sínum. Þú finnur reyndar varla traustari vin en þann sem er elskur að bleikum varalit.

Nude – húðlitaður? 

Það er ekki til boðlegt orð fyrir litinn nude á íslensku. Húðlitaður kannski? Þeir sem kjósa þetta afgerandi hlutlausan lit eru oft feimnir og finnst óþægilegt að vera í sviðsljósinu. Það tekur kannski smá tíma að komast inn fyrir skelina á notanda nude litar en þar er aftur á móti að finna laumuhúmorista. Notendur nude varalitar eiga oft fáa en mjög góða vini og eru mikið fjölskyldufólk og kunna betur við sig í notalegheitum heimilisins en á hávaðasömum bar eða skemmtistað. Það er mjög líklegt að einstaklingurinn sem kýs nude varalit leiti reglulega uppi ný kisumyndbönd á YouTube.

Plómulitur

Plómulitur er djarfur og langt því frá allir sem hafa hugrekki á að skarta slíkum lit. Oft er um að ræða eldri einstaklinga sem hafa sinn eigin stíl em þeir efast aldrei um. Sjálfsöryggi þeirra er kjósa plómulitinn er áberandi og fólk leitar oft ráða hjá viðkomandi einstaklingum. Plómulitsunnendur eru afar félagslyndir og eiga fjölda vina og kunningja, kannski stundum of marga og þurfa þá að taka sér pásu til að eiga tíma með sjálfum sér.

Rauðbleikur

Rauðbleikur er fyrir fjörfiskana og gleðipúkana sem geta ekki beðið eftir fjöri helgarinnar. Aðdáendur rauðbleiks eru afar félagslyndir og með tryggustu vinum sem þú átt eftir að eiga. Rauðbleikir eru alltaf til í ný ævintýri og er miklir náttúruunnendur. Það má oft sjá einstaklinga með rauðbleikan varalit á skíðum eða í fjallgöngu.

Rauður

Þeir sem kjósa hinn klassíska, eldrauða, varalit eru ástríðurfullir einstaklingar sem ekki eru hræddir við að takast á við áskoranir og nýjungar. Þeir eru sjálfsöruggir og metnaðargjarnir og finnst athygli af hinu góða. Þeir sem eru elskir að rauðum varalit þola fátt verr en að falla í skuggann af öðrum eða að ekki sé eftir þeim tekið og finnst fátt leiðinlegra en einvera. Þetta er fólkið sem leiðist fátt meira en einvera og er fljótir að fá leið á fólki eða verkefnum sem þeim finnst ekki nógu spennandi.

Ferskjulitur

Þeir sem kjósa ferskjulit eru hlýir, jákvæðir og oft á tímum viðkvæmir einstaklingar. Einstaklingur með ferskjulitaðar varir er oftast brosandi og reynir til hins ítrasta að gleðja aðra og benda á jákvæðu hlutinha. Þetta er fólkið sem setur þarfir annarra fram fyrir sínar eigin. Það er til að mynda líklegt að sjá einstakling með ferskjulitaðar varir í alls kyns sjálfboðaliðastarfi.

Fjólublár

Ef þú ert að leita að rödd skynsemi og rökfestu skaltu leita uppi einstakling með fjólublaán varalit. Viðkomandi er næstum örugglega rökfastur og illa við drama og tilfinningasemi. Aðdáendur fjólublás varalitar eru afar diplómatískir og hafa hafa lag á að leysa deilur svo allir skilji sáttir við. Fjólubláa fólkið er rólegt með afbrígðum ólíklegt að stofna til leiðinda, velur vini sína vandlega og kann að þegja yfir leyndarmálum.

Enginn varalitur eða glært gloss

Þeir sem kjósa að vera sem alnáttúrulegastir er afslappaðir og taka þægindi fram yfir pjatt. Þetta eru hinir sömu og kjósa að halda sig inn síns þægindaramma og finnast miklar breytingar óþægilegar. Þeir sem lítið eru að velta fyrir sér vali á varalitum finnast þeir yfirleitt hafa  nóg annað við tímann að gera. Það þýðir aftur á móti ekki að náttúrulegu týpunum sé sama um útlitið, þær vilja einfaldlega lágmarka allt vesen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram