Umdeildi leigusalinn Stefán Kjærnested selur höllina við Haukanes í Garðabæ. Hann óskar eftir tilboði en fasteignamat eignarinnar er 208 milljónir. Vísir greinir frá.
Stefán hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki um árabil. Árið 2017 fjallaði DV um umfangsmikla og ólöglega leigustarfsemi hans og föður hans, Símonar I. Kjærnested, eins stofnanda Atlantsolíu.
Leigjendur lýstu hræðilegum aðbúnaði, miklum óþrifnaði og pöddum sem skriðu um gólf.
Sjá einnig: Reka umfangsmikla leigustarfsemi án leyfa
Árið 2015 var Stefán lýstur gjaldþrota og dæmdur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir.
Einbýlishúsið við Haukanes er 400 fermetrar að stærð og stendur á einstakri 1800 fermetra sjávarlóð. Sigvaldi Thordason er arkitekt hússins, Helgi Hjálmarsson var arkitekt af stækkuninni og Rut Káradóttir innanhúshönnuður. Hægt er að lesa nánar um eignina hér.