fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Rýfur þögnina um orðróminn að hún hafi haldið framhjá Ed Sheeran með meðlim One Direction

Fókus
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 14:30

Ed Sheeran og Ellie Goulding.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Ellie Goulding blæs á rætna kjaftasögu um að hún hafi haldið framhjá söngvaranum Ed Sheeran með Niall Horan, þáverandi meðlim vinsælu strákasveitinnar, One Direction.

Orðrómurinn hefur verið á kreiki í mörg ár en söngkonan ákvað að tjá sig um hann eftir að netverji fór að saka hana um að hafa verið ótrú Ed Sheeran fyrir tæplega áratug síðan.

„Trúi því ekki að þú hafir haldið framhjá Ed með Niall,“ sagði netverjinn við myndband söngkonunnar á TikTok.

„Það er rangt!!“ svaraði Ellie í kjölfarið.

Segir þau aldrei hafa verið kærustupar

Fyrst fór sú kjaftasaga á flug að Ellie og Ed væru að slá sér upp saman þegar það sást til þeirra haldast í hendur á MTV-verðlaunahátíðinni árið 2013.

En Ellie hefur alltaf haldið því fram að þau voru aldrei saman.

Ed Sheeran, Ellie Goulding og Niall Horan.

Árið 2015 sagði hún í viðtali við Elle UK: „Ég fór á nokkur stefnumót með Niall en ég var aldrei í sambandi með Ed.“

Ed Sheeran gaf hins vegar í skyn árið 2014 að þau hafi verið að stinga saman nefjum en viðurkenndi að það hafi verið í mjög stuttan tíma. „Ég meina, venjulegt fólk helst ekki í hendur ef þau eru bara vinir,“ sagði hann.

Orðrómurinn um framhjáhaldið náði hæstum hæðum þegar Ed Sheeran gaf út lagið „Don‘t“ árið 2014. Lagatextinn virðist fjalla um að einhver hafi haldið framhjá söngvaranum og beindust spjótin að Ellie.

„And I never saw him as a threat (you bastard) / Until you disappeared with him to have sex. of course / It’s not like we were both on tour / We were staying on the same f–king hotel floor/ And I wasn’t looking for a promise or commitment / But it was never just fun, and I thought you were different,” syngur Ed Sheeran í laginu.

Harry Styles, Ed Sheeran, Ellie Goulding og Rita Ora.

Nú hefur Ellie Goulding jarðað kjaftasöguna í eitt skipti fyrir öll. Söngvarinn hefur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.

Í dag er Ed Sheeran giftur Cherry Seaborn, þau eiga saman tvær dætur. Ellie Goulding er gift Caspar Jopling og eiga þau saman son.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram