fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Keyrði 160 kílómetra og fattaði þá að hann hafði gleymt eiginkonunni eftir pissustopp

Fókus
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tælenskur eiginmaður var að öllum líkindum  í öngum sínum um jólin eftir að hafa brunað í burtu frá eiginkonu sinni í pissustoppi og keyrt rúma 160 kílómetra án þess að átta sig á því. Atburðarásin var farsakennd í meira lagi og hefur vakið athygli stærstu fjölmiðla heims.

Síma- og peningalaus í óbyggðum

Hjónin, Boontom Chaimoon, 55, og Amnuay Chaimoon, 49, lögðu af stað í langt ferðalag á jóladag og var ætlunin að heimsækja heimabæ eiginkonunnar Amnuay  í Maha Sarakham-héraði. Ferðalagið var langt og strangt en um  miðja nótt hafði Amnuay sofnað í aftursæti bílsins á meðan Boontom keyrði. Þá ákvað Boontom að stöðva bílinn, í óbyggðum, til þess að pissa út í vegkanti. Amnuay vaknaði þegar bíllinn stöðvaðist og þar sem henni var líka mál þá ákvað hún að bregða sér sömuleiðis út úr bílnum til þess að létta af sér.

Hjónin, Boontom Chaimoon og Amnuay Chaimoon

Illu heilli varð Boontom þess ekki var að eiginkona hans hafði farið út úr bílnum og brunaði af stað út í nóttina þegar hann hafði lokið sér af.

Eðli málsins samkvæmt komst Amnuay í nokkuð uppnám þegar hún áttaði sig á því að Boontom var farinn og ástandið varð enn verra þegar hún áttaði sig á því að hún var hvorki með síma né neina peninga á sér.

Labbaði hálft maraþon

Eini kosturinn í stöðunni var svo þrammaði af stað og eftir rúmlega 20 kílómetra labb, hálft maraþon, fann hún loks lögreglustöð í miðju lítils bæjar, Kabi Buri, þar sem hún gat leitað hjálpar.

Ætla mætti að málið væri leyst þarna en þegar lögreglumennirnir báðu um síma eiginmannsins kom í ljós að Amnuay mundi ekki símanúmer eiginmannsins. Hún mundi hins vegar sitt eigið númer en þrátt fyrir 20 hringingar heyrði ökuþórinn Boontom ekki í síma eiginkonunnar í aftursætinu.

Loks eftir 160 kílómetra akstur leit Boontom aftur í og áttaði sig á því að eiginkonan var horfin. Þá loksins leystist málið og eiginmaðurinn sneri við eftir að hafa náð sambandi við eiginkonu sína.

Í samtali við tælenska miðla sagðist eiginmaðurinn upplifa sig niðurlægðan vegna málsins en hann hafði einfaldlega talið að eiginkona sín svæfi vært í aftursætinu. Amnuay sagði að þau hjónin hefðu ekkert rifist eftir uppákomuna, hjónabandið hefði staðið yfir í 27 ár og ýmislegt komið uppá á þeim tíma. Hjónaskilnaður væri því ekki yfirvofandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram