fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fókus

Hefur fengið líflátshótanir eftir að hún hætti að raka sig undir höndunum – Mokgræðir líka á OnlyFans

Fókus
Miðvikudaginn 25. maí 2022 21:40

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Fenella Fox segist hafa þénað andvirði 38 milljóna króna á tveimur árum á OnlyFans vegna þess að hún leyfir hárunum undir handarkrikunum að vaxa frjálsum.

Hún segir þó að þetta hafi bitnað á ástarlífi hennar og hún hafi ekki oft sofið hjá síðan hún hætti að raka hárin.

Fimm ár eru síðan Fenella hætti að raka sig undir höndunum en það gerði hún í mótmælaskyni við þær væntingar sem karlmenn gera til kvenna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by fenella fox (@fenellascorner)

„Margir karlmenn segja við mig að ég sé „ógeðsleg, skítug, löt“ og mér hefur oft verið hótað lífláti. Sumir hafa sagt að ég verði einhleyp að eilífu og muni aldrei ná mér í mann,“ segir hún.

Í samtali við DailyStar segir Fenella að hún hafi aðeins sofið hjá tvisvar sinnum á síðustu fimm árum.

„Ég hef líka verið að kela við menn sem kyssa hárin mín undir höndunum og segja að þeir fíli hvernig ég valdefli mig sem konu.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by fenella fox (@fenellascorner)

Hún er sjálf mjög ánægð með hárin sín og finnst hún vera meira sexí og kvenleg vegna þeirra.

„Ég bera þau stolt þegar ég er meðal almennings, sérstaklega ef mér finnst ég vera nálægt þröngsýnu fólki. Að dansa með hendurnar upp í loft á næturklúbbi þar sem allir eru búnir að raka sig undir höndunum finnst mér alveg geggjað.“

Fenella segir að hún hafi snemma verið gerð að kynveru í skóla því hún var ung komin með stór brjóst og var káfað á henni án hennar samþykkis.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by fenella fox (@fenellascorner)

Hún byrjaði að sitja fyrir árið 2014 og fannst hún valdeflast þar sem karlmenn „gætu horft en mættu ekki snerta“ og seinna gekk hún til liðs við OnlyFans. Hún segir einnig að foreldrar sínir hafi stutt val hennar á starfsvettvangi dyggilega.

Hún hvetur aðrar konur til að fagna líkamshárum sínum og gagnrýnir að það sé samfélagslegur þrýstingur á konur að fjarlægja líkamshár en engin slík pressa sé á karlmenn.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by fenella fox (@fenellascorner)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga
Fókus
Í gær

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar