fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fókus

Bróðir Love is Blind stjörnu skrifar óvægin skilaboð til „glataða“ unnustans – „Ekki koma fokking nálægt systur minni“

Fókus
Mánudaginn 28. febrúar 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Love is Blind eru raunveruleikaþættir á Netflix með öðruvísi sniði en þessir „venjulegu“ stefnumótaþættir. Fyrsta þáttaröðin sló í gegn í byrjun árs 2020 og kom lokaþáttur annarrar seríu á föstudaginn síðastliðinn.

Í þáttunum fáum við að fylgjast með einstaklingum í leit að ástinni. Það sem gerir þessa þætti öðruvísi er að þátttakendur fara á stefnumót en sjá aldrei hvort annað, heldur tala þau í gegnum þunnan „vegg“ og par fær ekki að sjá hvort annað fyrr en það trúlofast.

Þættirnir gera tilraun til að svara spurningunni: „Er ást blind?“

Höskuldarviðvörun – hér að neðan koma upplýsingar um lokaþáttinn.

Deepti Vempati trúlofaðist Abhishek „Shake“ Chatterjee, kallaður Shake, í þáttunum.

En þegar þau voru komin upp að altarinu ákvað Deepti að velja sig sjálfa og sagði nei. Í gegnum allt ferlið og þáttaröðina hafði Shake ítrekað komið með einhverjar athugasemdir um útlit hennar. Hann talaði einnig mjög opinskátt um það, við aðra þátttakendur og myndavélina en ekki Deepti, að hann laðaðist ekki að henni kynferðislega.

Ákvörðun Deepti að „velja sig sjálfa“ var tekið fagnandi af áhorfendum og margir netverjar kalla hana „valdeflandi.“

Bróðir Deepti, Sunny Vempati, skrifaði færslu á Instagram þar sem hann tjáir sig um málið.

„Vá þvílíkur rússíbani sem þessi þáttaröð var,“ segir hann og bætir við við hversu stolt hann er af Deepti.

„Við vildum óska þess að þú hefðir ekki valið þennan trúð en þrátt fyrir barnaskap hans þá komst þú út úr þessum aðstæðum með höfuðið hátt og hélst áfram að trúa á það góða í fólki […] Við erum ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn og kunnum að meta öll fallegu skilaboðin, við tökum þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Við erum búin að lesa allt of mikið af færslum á Twitter og skoðað of marga þræði á Reddit, og Deepti er svo heppin að hafa allt þetta stuðningsnet í kringum sig. Við erum mjög þakklát.“

Næst beinir hann orðum sínum að Shake. „Ég blanda mér venjulega ekki í drama en ég ætla að koma systur minni til varnar hérna. „Shake“, gaur, þú ert glataður. Þú reyndir að draga úr lífi systur minnar með því að koma með ömurlegar og asnalegar athugasemdir um hana. Þú komst með þessar athugasemdir, vitandi af því að móðir þín myndi einn daginn horfa á þættina, mínir foreldrar og öll fjölskyldan mín þurfti að horfa á þig tala illa um systur mína á bak við hana […] Þrátt fyrir athugasemdir þínar, bæði fyrir framan myndavél og ekki, þá gerði hún ekkert nema að sýna þér stuðning […] Þannig manneskju hefur hún að geyma.“

Sunny segir að þrátt fyrir staðhæfingar Shake, um að þættirnir voru klipptir saman svo hann myndi líta illa út, þá neyddi enginn hann til að segja það sem hann sagði. „Við opnuðum dyrnar að heimili okkar fyrir þér og þú sást það sem tækifæri til að öðlast frægð og frama, þannig afsakaðu að ég vorkenni þér ekki fyrir öll neikvæðu skilaboðin sem þú ert að fá. Gangi þér vel en ekki koma fokking nálægt systur minni.“

Deepti endurbirti færslu bróður síns og þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“