fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Bill Cosby vill snúa aftur

Fókus
Fimmtudaginn 29. desember 2022 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Cosby vill snúa aftur á sviðið sem uppistandari og íhugar hann að gera það næsta vor eða sumar. Í viðtali í gær á WGH Radio var Cosby spurður hvort hann hefði hugsað um endurkomu en hann svaraði þeirri spurningu játandi. „Því það er svo mikið gaman í þessum sögum sem ég hef að segja,“ útskýrði hann svo.

Ferill Cosby er langur en litaður af ásökunum um kynferðisofbeldi. Árið 2015 var Cosby ákærður fyrir að brjóta á Andreu Constand en árið 2018 var hann dæmdur sekur um að byrla henni og misnota hana kynferðislega. Um sumarið í fyrra var dómurinn ógiltur og losnaði Cosby því í kjölfarið úr fangelsinu.

Cosby fór síðast á svið árið 2015, þá voru ásakanirnar gegn honum komnar fram en hann hafði þó ekki ennþá verið ákærður. Nokkrum sýningum hans var þó aflýst fyrir ákæruna þar sem mikill fjöldi kvenna hafði stigið fram og sakað hann um að beita ofbeldi á árum áður.

Í viðtalinu sagði Cosby, sem er 85 ára gamall, að honum líði eins og hann eigi eftir að geta komið fram með sama hætti og áður. „Vera sá Bill Cosby sem áhorfendur þekkja mig sem.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?