Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson hefur baðað sig í sviðsljósinu frá því að hann losnaði úr fangelsi á Malaga á Spáni. Þar mátti hann dúsa í átta mánuði, að eigin sögn fyrir ryskingar í næturlífi borgarinnar, og upplifði hryllilega hluti. Meðal annars segist hann hafa orðið vitni að nauðgunum og morði auk þess sem hann hafi þurft að stinga mann með hníf og sjálfur verið þolandi slíkrar árásar.
Kristján Einar, eða Kleini eins og hann er gjarnan kallaður, nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum Instagram og er duglegur við að svara spurningum frá fylgjendum sínum. Hann hefur ítrekað verið spurður út í samband sitt við söngkonuna Svölu Björgvins, sem kom honum á kortið, en upp úr því slitnaði um það leyti sem Kleini var settur í steininn.
Kleini setti þó aðdáendum sínum stólinn fyrir dyrnar varðandi slíkar spurningar og sagðist aldrei ætla að tjá sig um samband sitt við stórsöngkonuna.
Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um Lexa Blaze
Í gærkvöldi svaraði Kleini fleiri spurningum frá aðdáendum og einn þeirra spurði hver væri skoðun hans á Lexa Blaze. Um er að ræða núverandi kærasta Svölu, Alexander Alexandersson, sem kallar sig Lexa Blaze á samfélagsmiðlum.
Kleini þóttist ekkert kannast við manninn og spurði einfaldlega á móti: „Hver í fokkanum er það?“