Í gær kom út stikla fyrir heimildaþætti um Harry Bretaprins og Meghan Markle sem verða sýndir á streymisveitunni Netflix.
Þættirnir, Harry & Meghan, verða sex samtals og er markmið þeirra að veita innsýn í líf hjónanna og sýna hvað sé í raun og veru í gangi á bak við tjöldin.
Streymisveitan hefur ekki staðfest hvenær fyrsti þáttur mun fara í loftið en að það verði fljótlega.
Eins og við mátti búast er mikil dramatík i í fyrstu stiklunni.
„Enginn sér hvað gerist á bak við luktar dyr,“ segir Harry og bætir við:
„Ég þurfti að gera allt sem ég gat til að vernda fjölskyldu mína.“
„Þegar það er svona mikið í húfi, er ekki eðlilegra að heyra okkar sögu frá okkur?“ segir Meghan.
Horfðu á stikluna hér að neðan.