Hvað veistu mikið um maka þinn? Veistu allt það nauðsynlegasta? Þessu veltir sambandsráðgjafinn Lauren Consul upp á TikTok en hún segir að það séu 10 lykilspurningar sem fólk ætti að vita hvort um annað í sambandi.
Ef fólk getur svarað þessum spurningum þá er það jákvætt. Sumar spurningarnar eru léttar en aðrar eru kannski þyngri fyrir suma. Lauren segir að margir hafi brennt sig á því að þrátt fyrir að telja sig vita flest um maka sinn þá geti það ekki svarað spurningunum.
Lauren fékk innblásturinn að þessum spurningum frá viðskiptavinum sínum sem gjarnan eiga það til að rífast út af minniháttar hlutum, en litlir hlutir geti safnast upp og orðið að stórum hlut.
„Ef þú ert ekki að veita litlu hlutunum eftirtekt þá ertu ekki virkilega að sjá makann þinn“
Hún segir að lykilatriði sé að gera aldrei ráð fyrir neinu heldur spyrja frekar til að vera viss. Eins sé það oft þannig að svör breytist með tíð og tíma og aldrei sé hægt að gera ráð fyrir neinu.
Spurningarnar eru eftirfarandi:
Svo nú er um að gera að spreyta sig og sjá hvort þú getir svarað þessum spurningum um þinn maka, og svo að sjálfsögðu að bera undir makann hvort þau svör séu rétt.