fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

10 spurningar sem þú ættir að geta svarað um maka þinn

Fókus
Föstudaginn 2. desember 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað veistu mikið um maka þinn? Veistu allt það nauðsynlegasta? Þessu veltir sambandsráðgjafinn Lauren Consul upp á TikTok en hún segir að það séu 10 lykilspurningar sem fólk ætti að vita hvort um annað í sambandi.

Ef fólk getur svarað þessum spurningum þá er það jákvætt. Sumar spurningarnar eru léttar en aðrar eru kannski þyngri fyrir suma. Lauren segir að margir hafi brennt sig á því að þrátt fyrir að telja sig vita flest um maka sinn þá geti það ekki svarað spurningunum.

Lauren fékk innblásturinn að þessum spurningum frá viðskiptavinum sínum sem gjarnan eiga það til að rífast út af minniháttar hlutum, en litlir hlutir geti safnast upp og orðið að stórum hlut.

„Ef þú ert ekki að veita litlu hlutunum eftirtekt þá ertu ekki virkilega að sjá makann þinn“

Hún segir að lykilatriði sé að gera aldrei ráð fyrir neinu heldur spyrja frekar til að vera viss. Eins sé það oft þannig að svör breytist með tíð og tíma og aldrei sé hægt að gera ráð fyrir neinu.

Spurningarnar eru eftirfarandi: 

  1. Veistu hvernig makinn þinn vill eggin sín elduð?
  2. Hvað myndi makinn telja vera stór kaup?
  3. Hvert var draumastarf maka þín í grunnskóla?
  4. Ef þú kæmir á barinn á undan maka þínum, hvað myndi hann vilja að þú pantaðir fyrir sig?
  5. Hversu oft myndi makinn þinn helst vilja stunda kynlíf?
  6. Hvað er eitthvað sem makinn þinn er óöruggur með?
  7. Hvernig vill makinn þinn snúa klósettpappírsrúllunni? Undir eða yfir?
  8. Hver eru skýrustu merkin um að makinn þinn sé stressaður?
  9. Hvernig vill makinn að þú daðrir við hann?
  10. Hver er helstu streituvaldurinn í lífi maka þíns núna?

Svo nú er um að gera að spreyta sig og sjá hvort þú getir svarað þessum spurningum um þinn maka, og svo að sjálfsögðu að bera undir makann hvort þau svör séu rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“