fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sigrún svarar Hrafnhildi – „Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega […] telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. desember 2022 10:07

Til vinstri: Hrafnhildur Sigmarsdóttir/Facebook. Til hægri: Sigrún Arnardóttir/MínLíðan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Arnardóttir sálfræðingur hefur nú svarað Hrafnhildi Sigmarsdóttur, ráðgjafa hjá Stígamótum, með aðsendri grein þar sem hún segist ekki hafa verið að gera lítið úr þeim alvarlegu áhrifum sem ofbeldi hefur í för með sér á þolendur. Greinina skrifaði hún í september síðastliðnum og vakti hún nokkuð umtal.

Hrafnhildur skrifaði pistil á Vísi í þar síðustu viku þar sem hún sagði frá sambandi sem hún átti við mann á hennar yngri árum en hún telur að maðurinn hafi verið narsissisti. Hún rifjaði upp samskipti sín við manninn til að vekja athygli á því hvaða áhrif það getur haft að vera í sambandi með einstaklingi með slíka persónuleikaröskun.

Sjá einnig: Hrafnhildur gekk út úr salnum þegar narsissistinn hneigði sig – „Ég sökk í sætið“

Hrafnhildur sagði frá því að hún hafi sem betur fer sloppið úr klóm mannsins án þess að hljóta varanlegan skaða en sambandið vakti áhuga hennar á narsissískri persónuleikaröskun. Í pistlinum nefndi hún „arfaslæma“ grein um narsissista sem hafði birst nokkrum vikum áður, hún nafngreindi ekki pistlahöfundinn. Augljóst var þó að Hrafnhildur var að vísa í pistil eftir Sigrúnu Arnardóttur, sálfræðing, þar sem hún sagði meðal annars að narsissismi væri orðið að ofnotuðu tískuorði og að fólk ætti að varast að slengja því fram.

„Það kom út arfaslæm grein fyrir þónokkru þar sem íslenskur sálfræðingur varaði fólk við að vera að kalla mann og annan narssisista og sú greining ætti eingöngu að vera á valdi fagaðila. Að þeirri yfirlýsingu lokinni átti ég erfitt með að finna tilgang greinarinnar. Greinina skorti áfallamiðaða nálgun og skilning á afleiðingum þessarar röskunar fyrir náin sambönd. Í raun skorti greinina allan skilning á sjúklegri sjálfhverfu og alvarleika hennar,“ sagði Hrafnhildur.

Hrafnhildur vísaði í rannsókn sem Samtök um Kvennaathvarf gerðu á líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis árið 2019. Þar voru konur beðnar um að lýsa gerendum sínum og mörg lýsingarorðanna eiga einnig vel um narsissista, eins og stjórnsemi, sjúkleg sjálfhverfa, samkenndarskortur og ójafnvægi.

Sigrún svarar og útskýrir tilganginn

Í morgun birtist nýr pistill eftir Sigrúnu þar sem hún svarar Hrafnhildi og útskýrir tilgang upphaflegu greinarinnar, þar sem Hrafnhildur sagðist eiga erfitt með að finna hann.

„Ráðgjafi nokkur hjá Stígamótum skrifaði nýverið grein þar sem hún fór vel í gegnum þau einkenni sem oft eru áberandi hjá fólki sem uppfyllir persónuleikaröskunina Narsisima. Hún vísaði í rannsóknir máli sínum til stuðnings um alvarleika þess og afleiðingar á konur eftir að hafa verið í nánum tenglsum við þá (giftar eða í sambúð). Þessi sami ráðgjafi dró verulega í efa grein sem undirrituð birti fyrir rúmlega tveimur mánuðum og tilgang hennar,“ segir hún.

„Tilgangurinn með þeirri grein var ekki að gera lítið úr þeim alvarlegu brotum sem ofbeldi hefur í för með sér á þolendur. Áfallasaga eða „trauma“ sem fylgir í kjölfar ofbeldis telst alltaf alvarlegt mál og ber að meðhöndla sem slíkt.“

Sigrún segir að í grein hennar hafi hún verið að vekja athygli á því að „orðum fylgir ábyrgð“ og „við þurfum að vanda orðaval okkar þegar við „slengjum“ því fram að fólk séu narsissisti eða með aðrar persónuleikaraskanir sem það uppfyllir ekki greiningarviðmið fyrir.“

„Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega, (t.d. á samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlum) með eina skaðlegustu persónuleikaröskun sem fyrirfinnst, telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging og getur skaðað verulega líðan og heilsu þess sem borin er slíkum sökum. Málið er einfalt, vöndum okkur þegar við tölum um aðra, sýnum ábyrga hegðun og vörumst að fella opinbera dóma yfir öðrum,“ skrifar Sigrún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum