fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Hrafnhildur gekk út úr salnum þegar narsissistinn hneigði sig – „Ég sökk í sætið“

Fókus
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 14:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Sigmarsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, átti í sambandi við mann á sínum yngri árum sem hún telur að hafi verið narsissisti. Hún vekur athygli á samskiptum sínum við þann mann í grein á Vísi til að vekja athygli á því hvernig sjúkleg sjálfhverfa getur birst og hvaða áhrif slík persónuleikaröskun getur haft á þolendur þeirra sem við hana glíma.

Taldi sig ómissandi í vinnunni en raunin var önnur

Hrafnhildur kynntist manninum í London og til að byrja með var maðurinn heillandi og áhugaverður og þótti henni mikið til hans koma.

„Hann hældi mér mikið og sagði mig bera af öðrum konum á öllum sviðum. Sum hólin voru svo yfirþyrmandi að ég átti bágt með að trúa þeim en ég var ung og það var gaman að trúa þeim.“ 

Hrafnhildur segir að þarna hafi hún verið mjög ung og skort vissa skynsemi í samræmi við það og auk þess haft ofurtrú á ástinni.

Maðurinn hafi ekki verið sá myndarlegasti, en hann hafði þó tröllatrú á sjálfum sér og var gjarn á að skreyta og ýkja afrek sín og mannkosti mikið. Hann hafi starfað í leikhúsgeiranum og af tali hans mátti ætla að hann væri þar mikilvægasti maður innan leikhússins og kvartaði hann gjarnan undan óhæfni annarra.

„Ég hlustaði með aðdáun. Hann kunni vel við það. Ég komst síðan að því seinna að starf hans væri bæði lítilvæglegt og ábyrgðarlítið. Hann var hvorki með mannaforráð eða nokkra framkvæmdastjórn á neinu tengdu uppsetningu leikverka. Hann vann við það að taka saman leikmuni eftir sýningarnar og setja þá á sinn stað.“ 

Hann hafi þó verið svo sannfærandi í skreytnum lýsingum sínum á mikilvægi sínu að Hrafnhildur hreinlega trúði því að hann væri þarna ómissandi. „Sannfæringarkraftur hins holaða getur verið magnaður.“

Sambandið hafi þó ekki verið langlíft. Hún fór að veita því eftirtekt hvað hann talaði illa um aðra, sérstaklega þá sem voru að ná árangri.

„Þessi var fífl og hinn var fáviti en allur eiginlegu rökstuðningur var alltaf takmarkaður og samnefnarinn aldrei hann. Hann gat samt mætt þessu fólk með bros á vör og boðið í drykk.“ 

Hann hafi þó verið fullur af gremju. Hann fór að gagnrýna Hrafnhildi, skoðanir hennar, menntun og útlit og gert lítið úr henni, en þó á lúmskan hátt. „Hægt og rólega eins og snákur sem liðast lengi áður en hann glefasar.“

Ekki hægt að afskrifa sem tískuorð

Hrafnhildur slapp hratt frá þessum manni og hlaut ekki varanlegan skaða af. Þetta samband vakti þó áhuga hennar á narsissískri perónuleikaröskun. Hrafnhildur segir að fyrir nokkru hafi komið út „arfaslæm“ grein um narssisista. Líklega er Hrafnhildur þar að vísað til greinar Sigrúnar Arnardóttur sálfræðings þar sem hún sagði narsissisma vera orðið tískuorð sem væri ofnotað og ætti fólk að varast að slengja fram hugtakinu og þannig mögulega skaða mannorð fólks sem sakað er um að vera haldið persónuleikaröskuninni. Aðeins fagaðilar ættu að sjá um greiningar.

Hrafnhildur segir nálgun Sigrúnar ekki nægilega áfallamiðaða og skorta skilning á afleiðingunum sem þessi persónuleikaröskun getur haft í nánum samböndum. Mikilvægt sé að vera meðvitaður í bæði ræðu og riti um afleiðingar og einkenni af óboðlegri hegðun í nánum samböndum og þeim persónuleikaröskunum sem þar geti leynst.

Flestir geti sýnt sjálfhverfa hegðun og önnur einkenni narsissisma en munurinn felist í því að þeir sem séu haldnir röskuninni geti ekki rýnt í eigin hegðun, tekið ábyrgð og beðist afsökunar. Greiningarferlið sé þar að auki flókið og auk þess beri að skoða alla tölfræði um tíðni röskunarinnar með þeim fyrirvara að narsissistar séu ekki beint líklegir til að leita sér aðstoðar því í þeirra huga séu þeir ekki vandamálið.

Þetta eru algeng einkenni narsissisma

Samtök um Kvennaathvarf hafi gert rannsókn á líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis árið 2019 og voru konur þar beiðnar um að lýsa gerendum sínum. Mikið af þeim lýsingarorðum eiga vel um narsissista enda geti sambönd við aðila sem er haldinn þessari röskun verið hættuleg sálarheill.

„Gremja þeirra er aumkunarverð og hættuleg í nánum samböndum. Þessir einstaklingar hafa ofurtrú á eigin ágæti, trúa statt á sérstöðu sína og þykjast eiga meiri rétt og meira aðgengi að öllu í lífinu fremur öðrum. Þau eru hin útvöldu en á sama tíma fórnarlömb allra kringumstæðna þegar illa gengur. Þau eru með öllu óhæf að rýna í sjálfan sig og taka ábyrgð. Það er að þeirra mati leiðinlegt og narsissistanum leiðist fljótt.“ 

Fólk í samskiptum við narsissista geti upplifað sífellda ringulreið og svo sálræna örmögnun.

Hrafnhildur telur upp algeng einkenni og aðferðir narsissista sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Þau eru: stjórnsemi, sjúkleg sjálfhverfa, samkenndarskortur, ójafnvægi, fílustórnun, markaleysi, ótryggð, lygar, yfirgengileg sjálfhælni, athyglissýki og gaslýsing. Þegar hegðun narsissista sé borin upp á þá eigi þeir svo til setja sig sjálfa í hlutverk þolandans. Hrafnhildur fer nánar í þessi einkenni í grein sinni, þá sérstaklega í gaslýsingu og hvaða áhrif hún hefur á þolendur.

Fyllti á tankinn einn á sviðinu

Hrafnhildur lýkur grein sinni á að rekja lok sambands hennar og mannsins í London. Hún rifjar upp atvik þar sem þau voru stödd á frumsýningu á leikriti. Við lok sýningarinnar var öllum sem komu að leikritinu boðið að koma upp á svið og hneigja sig. Meðal þeirra var kærasti Hrafnhildar. Hann hafi notið sín í sviðsljósinu svo mikið að þegar aðrir sem boðið hafði verið á sviðið, yfirgáfu það, stóð hann einn eftir. „Hann stóð áfram og brosti og hneigði sig í allar áttir.“

Þarna sá Hrafnhildur hið rétta eðli hans. „Kokhraustur og keikur, baðandi sig í lófataki og dýrðarljóma sem var ætlaður öðrum. Holaði maðurinn var að fylla á tankinn sinn. Konan við hliðina á mér horfði vandræðalega á mig og einhver fyrir aftan sagði: „I don’t remember him in the play„. Ég sökk í sætið og í raun sit þar enn þegar kemur að minningunni um þessa aumkunarverðu sjálfsupphafningu sem ég varð vitni af. Hann var sjálfsyfirlýstur sigurvegari stundarinnar og átti eftir að lifa lengi á því. Efni í aðra ýkta afrekssögu sem án efa myndi óma jafn lengi og einhver myndi hlusta. Ég fjarlægði mig hljóðlega úr salnum og hvarf út í myrkrið. Hann veitti því enga eftirtekt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Magnús missti lífsviljann eftir slysið – „Ég upplifði mig skemmda vöru og byrði á fjölskyldu mína og samfélag“

Magnús missti lífsviljann eftir slysið – „Ég upplifði mig skemmda vöru og byrði á fjölskyldu mína og samfélag“
Fókus
Í gær

Klámgoðsögn segir að það sé eitt sem karlmenn geta gert til að gera kynlífið betra

Klámgoðsögn segir að það sé eitt sem karlmenn geta gert til að gera kynlífið betra
Fókus
Í gær

Segir að það séu nýjar leikreglur á ástarlífsmarkaðnum – „Passið ykkur á honum Ragnari eða Jónasi“

Segir að það séu nýjar leikreglur á ástarlífsmarkaðnum – „Passið ykkur á honum Ragnari eða Jónasi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Meintur raðframhjáhaldari neitar sök – „Fyrirgefðu að ég kallaði þig þroskahefta“

Meintur raðframhjáhaldari neitar sök – „Fyrirgefðu að ég kallaði þig þroskahefta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mel B kallar James Corden mesta „skíthæl“ Hollywood

Mel B kallar James Corden mesta „skíthæl“ Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þrjú ár síðan Gummi Kíró bauð Línu Birgittu á fyrsta stefnumótið

Þrjú ár síðan Gummi Kíró bauð Línu Birgittu á fyrsta stefnumótið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunna leitaði viðurkenningar á röngum stöðum – Eldri menn nýttu sér líkama hennar og fengu hana til þess að láta þá hafa ADHD lyfin hennar

Sunna leitaði viðurkenningar á röngum stöðum – Eldri menn nýttu sér líkama hennar og fengu hana til þess að láta þá hafa ADHD lyfin hennar