Kántrísöngvarinn Jake Flint er látinn, 37 ára að aldri. Hann var listamaður á uppleið í Bandaríkjunum.
Þegar Jake var yngri greindist faðir hans með blandaða hreyfitaugahrörnun (ALS). Faðir hans ákvað þá að fá vini sína til að kenna syni sínum að spila á gítar til að bæta upp fyrir það að hann gæti sjálfur ekki spilað íþróttir við son sinn. Þaðan fæddist ást Jake á kántrítónlist.
Jake lést í svefni skömmu eftir að hann gekk í hjónaband á laugardaginn.
„Fyndnasti, skemmtilegasti, duglegasti og metnaðarfyllsti listamaður sem ég hef unnið með á mínum ferli. Við vorum við það að hefja viðskipti saman eftir að hann og Brenda giftu sig – sem var í gær. Já í gær,“ skrifaði umboðsmaður hans á Facebook.
Ekkja hans, Brenda Wilson, deildi myndbandi úr brúðkaupinu skömmu eftir að fregnir bárust af andlátinu. Þar má sjá nýbökuðu hjónin dansa og stilla sér upp fyrir myndatöku undir appelsínu tré.
„Ég skil ekki,“ skrifaði Brenda með færslunni og bætti við í annarri að fólki sé ekki ætlað að finna jafn mikið til og hún finnur nú.
„Við ættum að vera að fara í gegnum myndirnar úr brúðkaupinu en í staðinn er ég að velja fötin sem eiginmaður minn verður jarðaður í. Hjartað mitt er farinn og ég bara virkilega þarnast þess að fá hann aftur, ég ræð ekki vði meira. Ég þarf hann hér.“
Ekki hefur verið gefið upp hver dánarorsökin var.