fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Anna varar við þessu svæði á Tenerife – „Best að halda sig fjarri“

Fókus
Mánudaginn 28. nóvember 2022 19:00

Anna Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir hefur búið á paradísareyjunni Tenerife í rúm þrjú ár. Hún flutti til eyjunnar sólríku um leið og hún komst á eftirlaun og er hvergi nærri á heimleið. Eins og gefur að skilja er Anna orðin öllum hnútum kunnug á eyjunni og skrifar reglulega pistla á Facebook-síðu sína af lífi sínu þar ytra. Í nýjasta pistlunum varar hún við skemmtanahverfinu Veronicas og sérstaklega á meðan HM í fótbolta stendur yfir.

„Það svæði sem hefur verst orð á sér á Kanaríeyjum öllum heitir Veronicas og er skemmtanahverfi vestast á Las Americas, rétt við hreppamörk Arona og Adeje, en fyrir þau sem ekki þekkja til, tilheyrir hverfið Las Americas Aronahreppi rétt eins og Los Cristianos. Ef einhverja langar í dóp eða vændiskonu er farið til Veronicas, en einnig ef fólk hefur gaman af að láta ræna sig. Eitt af því góða við útgöngubannið í Cóvið og árið eftir útgöngubannið var að þá voru fáir rændir í hverfinu enda allt lokað og læst, útgöngubann á nóttunni og allt friðsælt,“ skrifar Anna.

Borð og stólar flugu í slagsmálum

Flestir fjölmiðlar heimsins greindu frá ótrúlegum hópslagsmálum í hverfinu milli stuðningsmanna Englendinga og Wales á HM en myndbönd af ólátunum fóru sem eldur um sinu um samfélagsmiðla. Þar mátti sjá borð og stóla fljúga og ófá kjaftshöggin.

„Þetta var auðvitað ekkert til að hrópa húrra fyrir, en um leið er breskum ferðaskrifstofum um að kenna sem auglýstu ferðir til Tenerife til að horfa á fótboltamótið sem fram fer í Qatar, en ferðir til Qatar eru margfalt dýrari en til Tenerife og margir breskir húliganar glepjuðust af tilboðunum og vildu frekar lenda í dýflissunum hér í stað þess að þess að vera tugtaðir til í Qatar þótt þeir hefðu sem best verið geymdir heima hjá sér,“ skrifar Anna.

Hún segist hafa ekið framhjá hverfinu eftir tapleik Wales gegn Íran og séð marga grátandi Walesverja í kjölfarið. Framundan er leikur Wales og Englendinga á morgun, þriðjudag, og segist Anna búast við miklum ólátum sem muni örugglega ná út fyrir Veronicas-hverfið og mögulega allt að heimbæ hennar, Los Cristianos. Skilaboð Önnu til annarra ferðalanga eru skýr: „Best að halda sig fjarri.“

Hér má sjá myndband af hópslagsmálunum á Tenerife

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“