fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Afhjúpar að Emily Ratajkowski hafi blokkað hana eftir þetta myndband

Fókus
Föstudaginn 25. nóvember 2022 14:01

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski grínistinn Celeste Barber greindi frá því á dögunum að myndband, þar sem hún gerir grín að fyrirsætunni Emily Ratajowski, hafi orðið til þess að fyrirsætan blokkaði hana á Instagram.

Celeste er þekkt fyrir að endurgera myndir og myndbönd fræga fólksins og nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum.

Celeste birti myndband af Emily, þar sem hún er ber að ofan og snýr rassinum að myndavélinni, og síðan myndband af sér þar sem hún leikur eftir. Með myndbandinu skrifaði hún:

„Við erum þreyttar á því að þið hlutgerið líkama okkar! Og hérna er rassinn minn.“

Emily er einnig rithöfundur og gaf út bókina My Body í október í fyrra, þar sem hún reifaði meðal annars kynferðislegu hlutgervinguna sem hún hefur mátt þola frá unga aldri.

Celeste birti myndbandið í nóvember í fyrra og má því reikna með að hún hafi verið að vísa í bók fyrirsætunnar. Myndbandið fór ekki framhjá Emily sem blokkaði hana á Instagram, ástralski grínistinn greindi frá þessu í útvarpsþættinum Fitzy and Wippa á dögunum.

Það var þó ekki aðeins Emily sem var síður en svo hrifin af gríni Celeste. Fjölmargir netverjar gagnrýndu hana.

Celeste ræddi hins vegar ekki þessa gagnrýni í þættinum og hefur ekki tjáð sig um málið til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“