Celeste er þekkt fyrir að endurgera myndir og myndbönd fræga fólksins og nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum.
Celeste birti myndband af Emily, þar sem hún er ber að ofan og snýr rassinum að myndavélinni, og síðan myndband af sér þar sem hún leikur eftir. Með myndbandinu skrifaði hún:
„Við erum þreyttar á því að þið hlutgerið líkama okkar! Og hérna er rassinn minn.“
We are sick of you objectifying our bodies! Also, here’s my ass. pic.twitter.com/MpUoWV8D4h
— Celeste barber (@celestebarber_) November 1, 2021
Emily er einnig rithöfundur og gaf út bókina My Body í október í fyrra, þar sem hún reifaði meðal annars kynferðislegu hlutgervinguna sem hún hefur mátt þola frá unga aldri.
Celeste birti myndbandið í nóvember í fyrra og má því reikna með að hún hafi verið að vísa í bók fyrirsætunnar. Myndbandið fór ekki framhjá Emily sem blokkaði hana á Instagram, ástralski grínistinn greindi frá þessu í útvarpsþættinum Fitzy and Wippa á dögunum.
Það var þó ekki aðeins Emily sem var síður en svo hrifin af gríni Celeste. Fjölmargir netverjar gagnrýndu hana.
I didn’t realise until recently when it was pointed out by a colleague that most of your comedy is punching down on young, attractive women who use social media to promote their work and themselves. It’s not funny anymore, when you look at it this way.
— Beth Monroe ♥️ Melbourne (@BethMonroe_) November 4, 2021
So you’re response to someone who’s been open about being sexually assaulted is „you asked for it“.
Nice. Really cool and not at all misogynistic.— Indy (@uncreativeindy) November 2, 2021
So… someone is making a living in a capitalist patriarchy by showing off their societal standarized beauty (selling their body) means, they can be objectified? She can’t be respected/taken seriously/treated as a person? So… she basically asked for it? Is that what you mean?
— Janki (@dieJanki) November 1, 2021
Celeste ræddi hins vegar ekki þessa gagnrýni í þættinum og hefur ekki tjáð sig um málið til þessa.