fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Brjáluð út í J.Lo og Shakiru fyrir að „sýna á sér píkuna“

Fókus
Fimmtudaginn 6. október 2022 16:30

Megyn Kelly ósátt við söngkonurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskonan Megyn Kelly hefur nóg að segja um sýningu Jennifer Lopez og Shakiru í hálfleik Ofurskálarinnar – þó liðin séu tvö og hálft ár.

Söngkonurnar sáu um atriðið í hálfleiknum í febrúar 2020. Það sló í gegn, en ekki hjá öllum. Sérstaklega ekki Megyn Kelly sem tjáði andúð sína á atriðinu í hlaðvarpsþætti sínum á dögunum.

Henni fannst þær of léttklæddar. „Ég mótmæli hlutum eins og Jennifer Lopez og Shakiru að sýna á sér píkuna í hálfleik Ofurskálarinnar,“ sagði fyrrverandi Fox News fréttakonan.

„Ég meina, ég vil það ekki,“ sagði hún svo og fór síðan að ræða um þegar konur „taka líkama sínum fagnandi.“

Sjá einnig: Sjáðu Jennifer Lopez og Shakiru slá í gegn í hálfleik Ofurskálarinnar

Hrifin af Paulinu

„Það þarf að vera viðeigandi út frá aðstæðum. Ég er ekki beint á móti því að konur fagni líkama sínum eða sýni líkama sína á myndum til dæmis,“ sagði hún.

Megyn hrósaði ofurfyrirsætunni Paulinu Porizkova, 57 ára, sem birtir reglulega myndir af sér léttklæddri eða naktri sem leið til að fagna því að eldast.

„Paulina var að birta mjög áhugaverða færslu. Hún sýndi rassinn sinn og lítur stórglæsilega út,“ sagði hún og vísaði þá í Instagram-færslu fyrirsætunnar sem má sjá hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Paulina Porizkova (@paulinaporizkov)

Sjónvarpskonan sagði að ástæðan fyrir því að hún gagnrýnir J.Lo og Shakiru, en ekki Paulinu, sé vegna ólíkra aðstæðna. Ofurskálin er vinsælasti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna og mörg börn fylgjast með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram