fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

„Ég hafði nokkrar ástæður fyrir því að ég gæti ekki verið áfram í þessu hjónabandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. október 2022 14:00

Melinda og Bill Gates stofnuðu sjóðinn. Mynd/Shutterstock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melinda Gates opnar sig um „ótrúlega sársaukafullan“ skilnað hennar og Bill Gates, stofnanda Microsoft.

Í maí í fyrra tilkynntu þau að þau væru að skilja eftir 27 ára hjónaband. Skilnaðurinn gekk í gegn í ágúst og eiga þau saman þrjú börn.

Melinda, 58 ára, ræðir um skilnaðinn á einlægu nótunum í viðtali hjá Fortune. „Það einkennilega við Covid var að ég fékk næðið til að gera það sem ég þurfti að gera,“ segir hún.

„Þetta var ótrúlega sársaukafullt, á svo marga vegu, en ég fékk næði til að komast í gegnum það.“

Grátandi klukkan níu, fundur klukkan tíu

Saman hafa Melinda og Bill gefið margar milljónir Bandaríkjadala í góðgerðarmál í gegnum góðgerðasamtök þeirra, Bill & Melinda Gates Foundation, og hafa haldið því áfram þrátt fyrir skilnaðinn.

„Ég hélt áfram að vinna með manneskjunni sem ég fór frá. Ég þurfti að mæta og vera besta útgáfan af sjálfri mér á hverjum einasta degi. Þannig þó ég hafi verið grátandi klukkan níu um morguninn þurfti ég að vera tilbúin fyrir fjarfund klukkan tíu – með manneskjunni sem ég var að fara frá,“ segir hún.

„Og ég lærði að sem leiðtogi get ég gert það.“

Um orsök skilnaðarins hafði hún þetta að segja: „Ég hafði nokkrar ástæður fyrir því að ég gæti ekki verið áfram í þessu hjónabandi.“

Í mars opnaði hún sig um framhjáhald Bill árið 2000. Hún sagði að hún hafi fyrirgefið Bill á sínum tíma og þau hefðu „unnið í gegnum þetta“ en síðan „kom sá tímapunktur þar sem það var nóg þarna og ég áttaði mig á því að þetta væri bara ekki heilbrigt og ég gat ekki lengur treyst því sem við áttum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Pornhub afhjúpar vinsælustu leitarniðustöðurnar á árinu – „Furðulegt“ blæti efst á lista

Pornhub afhjúpar vinsælustu leitarniðustöðurnar á árinu – „Furðulegt“ blæti efst á lista
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið