Glæsilegt, vandað og vel skipulagt parhús á tveimur hæðum við Bakkavör á Seltjarnarnesi er til sölu. Húsið er 295,3 fermetrar að stærð og með innbyggðum bílskúr. Fallegur garður umlykur húsið og er hellulagt bílaplan með hita fyrir framan.
Útsýnið er einstakt, hvort sem horft er í átt til Esjunnar eða til sjávar í suður með Keili í beinni sjónlínu.
Ásett verð er 240 milljónir.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.
Smelltu hér til að skoða húsið í þrívídd.