fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Mel C afhjúpar 10 leyndarmál um kryddpíu-tímann

Fókus
Föstudaginn 30. september 2022 19:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kryddpían Melanie C ákvað í viðtali við E!News að afhjúpa hvernig það var í raun og veru að tilheyra frægustu stúlknasveit heims á tíunda áratug síðustu aldar. Í viðtalinu kom margt í ljós og verður farið yfir það helsta hér.

1 Átröskun 

Mel C hefur áður opnað sig um baráttu sína við átröskun og þunglyndi. Henni fannst einnig mikilvægt að opna sig um það í nýlegri sjálfsævisögu sinni – Who I Am. Hún segir að hún hafi fyrst farið að glíma við átröskun eftir að einhver gagnrýndi holdafar hennar við upphaf ferilsins.

„Ég hugsaði – Guð minn góður, lít ég ekki út eins og ég þarf að gera til að láta drauminn rætast?“

Síðar þegar Spice Girls slógu í gegn hafi átröskunin orðið eitthvað sem hún notaði sem stjórnunartæki því hún taldi að hún gæti haft stjórn á holdafari sínu og gæti þannig einhvern veginn haft stjórn á vinsældum hljómsveitarinnar.

„Þú heldur þig við planið. Þegar allt annað í lífinu er eitthvað sem þú hefur enga stjórn á þá reynir maður að stjórna einhverju. Það var t.d. matur, æfingar og líka hegðun mín.“

2 Vinátta sem aldrei endar

Í fyrsta og líklega vinsælasta lagi Spice GirlsWannabe, var sungið um að vináttan endi aldrei á meðan elskendur koma og fara. Mel C segir að þetta hafi þó aldrei átt að vera þeirra fyrsta lag. Jafnvel átti aldrei að gefa það út.

„Við vorum bara að vera kjánalegar í stúdíóinu.. og þeir sem voru að semja tónlistina ákváðu að vinna út frá því þar sem þeir vildu fanga þessa orku sem við höfðum. Þeir mótuðu þessi kjánalæti í lag.“

Siðar hafði útgefendur þeirra ekki viljað gefa Wannabe út heldur viljað byrja á laginu Say You’ll Be There. En kryddpíurnar börðust fyrir Wannabe og fengu sínu fram.

3 Ekki spurning um hvort heldur hvenær

Aðspurð um hvort kryddpíurnar muni einhvern tímann koma saman aftur svarar Mel C því til að það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. „Við erum enn að ræða hvernig og hvenær þetta mun gerast, en við viljum gera þetta. Svo krossum fingur að það sé ekki of langt í þetta.“

4 Sjötta kryddpían

Mel C segir að eftir að kryddpían Victoria fór að slá sér upp með fótboltakappanum David Beckham (sem hún svo giftist) þá hafi hinar kryddpíurnar tekið David opnum örmum og boðið hann velkominn inn í krydd-fjölskylduna.

„Það var ekki mörgum hleypt inn í okkar innsta hring en um leið og við hittum David þá líkaði okkur strax vel við hann því á þeim tíma var hann frekar hljóðlátur og feimin.“

Hann hafi í reynd orðið eins konar sjötta kryddpían, og aðspurð um hvaða krydd-nafn hann gæti hafa fengið sem formlegur meðlimur segir að Mel C að hún hefði þá líklega þurft að gefa eftir íþróttakrydds-titilinn til hans.

5 Hópspjallið

Alveg eins og aðrir vinahópar eru kryddpíurnar með hópspjall. „Við erum með nokkur, ólík fyrir ólíka hluti. Við erum alltaf í bandi og við erum stöðugt að tala um að koma aftur saman og hvað við viljum gera.“

6 Enginn bömmer

Simon sjálfur Cowell afþakkaði kryddpíurnar á sínum tíma og neitaði að gera samning við þær. Hann hefur síðar sagt að líklega hafi þetta verið hans stærstu mistök í lífinu.

Mel C segir að það andi þó ekki köldu milli kryddpíanna og Simons og hafa margir meðlimir Spice Girls unnið með Simoni á einn hátt eða annan.

7 Fjölskyldan skiptir máli

Mel C segir að hún hafi átt erfitt með velgengni sveitarinnar. Hún hafi þarna verið rétt skriðin á þrítugsaldur og var skyndilega orðin höfuð fjölskyldu sinnar því hún gat hjálpað fjölskyldumeðlimum fjárhagslega. Þetta hafi valdið nýrri dýnamík í fjölskyldunni sem Mel C átti erfitt með að venjast og sætta sig við.

„Því þú þarft líka að láta hugsa um þig og það er svo mikið meira sem fylgir frægðinni en. maður áttar sig á.“

Mel C telur að styðja þurfi betur við ungt fólk sem slær í gegn.

8 Brjóta reglurnar

Mel C segir að kryddpíurnar hafi haft gaman að því að brjóta reglur. Svo sem þegar Geri Halliwell klappaði Karli Bretlandskonungi á rassinn á frumsýningu kvikmyndarinnar Spice World árið 1997.

„Ég var ein af þöglari meðlimum sveitarinnar en þegar við vorum saman, þá fann maður bara hugrekki. Og síðan þökk sé háværari meðlimum og borð við Mel B og Geri, sem voru þarna úti að brjóta allar reglur, þá var það eins og við værum óstöðvandi þegar við vorum saman og við elskuðum það. Ef fólk sagði okkur að gera ekki eitthvað, þá vorum við alveg örugglega að fara að gera það.“

9 Kljást við níðið og eineltið

Mel C skrifar í bók sinni um að vera lögð í einelti sem barn og hún tengir þá reynslu við það að verða síðar hundelt af paparazzi ljósmyndurum og æsifréttamönnum.

„Ekkert getur undirbúið þig undir frægð. Þú ert elt af paparazzi ljósmyndurum, um þig er talað í fjölmiðlum og þetta er hvirfilbylur og þú ert að reyna að stýra þér í gegnum hann. Það er frekar erfitt.“

Hún bendir á að kryddpíurnar hafi líka allar verið frekar ungar þegar þær slógu í gegn og hafi neikvætt umtal og athugasemdir reynst þeim erfitt. Leggur hún til að betur sé haldið utan um unga einstaklinga sem slá í gegn.

10 Uppáhaldslagið

Mel C var svo beðin um að velja uppáhalds Spice Girls lagið sitt. Hún sagði að þetta væri eins og að velja á milli barna sinna. Hún nefndi þó sérstaklega Two Become OneViva Forever og Too Much.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“