fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 30. september 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt er að finna um kynlíf kvenna og kynlífsupplifanir í mannkynssögunni. Aftur á móti hefur mikið verið skrifað um sambærilegt hjá körlum í gegnum aldirnar. Reyndar var allt tengt getnaðarlimum og sáðláti stórmál í fjölda fornra menningarsamfélaga og var til dæmis guðinn Enki í Mesópótamínu nefndur guð sæðis.

Já, það var heill guð einvörðungu helgaður sæði.

Í trúarbrögðum forn Egypta kemur fullnægin, sæði, og mikilvægi þess, oft fyrir og forn samfélög á Indlandi þreyttust seint á listaverkum af neðanbeltistólum karlmanna.

Þær gömlu heimildir sem til eru um kynlíf og fullnægingar kvenna eru svo að segja allar skrifaðar af karlmönnum, þá yfirleitt í tengslum við getnað, og að langmestu óttaleg vitleysa byggð á vanþekkingu.

Heilt yfir var kvenmannslíkaminn talinn leyndardómur svo árþúsundum skipti.

Konur með innbyggð typpi

Reyndar vilja sumir meina að fullnæging kvenna hafi ekki fengið uppreist æru fyrr en með sjónvarpsþáttunum ,,Sex in the City.” En það er reyndar ekki alveg rétt.

Og þótt ótrúlegt megi virðast eru fimm hundruð ára gamlar hugmyndir um eðli og tilgang fullnæginga kvenna enn við lýði á Vesturlöndum.

Þegar læknar þreyttust í höndum mátti grípa til vatnsslöngu.

Lítum nánar á hvernig stendur.

Á miðöldum var því trúað að ekki væri unnt að geta barn nema að konan fengi fullnægingu við kynmökin. Reyndar kemur kemur þessi vissa víða fram í textum, allt frá þrettándu öld. Það hljómar kannski nokkuð vel að lagt hafi  verið í líma við að ná fram fullnægingu kvenna en það hafði samt ekkert með þær sjálfar að gera. Konan var jú lítið annað en hýsill fyrir barnið.

Ástæðan er sú að á þessum tíma var því trúað æxlunarfæri kvenna væru alveg eins og karla, nema öfug og innbyggð. Og þar sem karlmenn þurftu að ,,losa” til að geta barn var talið að sama væri með konur. Þær þyrftu líka að ,,losa” á móti til að barn yrði til og umrædd losun næðist aðeins með fullnægingu.

Lifir enn

Það ömurlega er að þessi hugmynd er enn við lýði, ekki síst á ,,biblíubeltinu” svokallaða í Bandaríkjunum. Þar hélt þingmaður nokkur, Todd Akin að nafni, því fram að verði kona ólétt af völdum nauðgunar hljóti hún að hafa fengið fullnægingu. Rökin eru þau sömu og á myrku miðöldum, hafi konan orðið ólétt hún notið kynlífsins og sé gerandi því saklaus af nauðgun.

Akin, sem lést í fyrra, fékk misjafnar undirtektir við málflutningunum og fordæmdu til að mynda flestir aðrir þingmenn Bandaríkjaþings skoðanir Akin.

En þó er er enn fámennur, en hávær, hópur fylgismanna Akin sem krefst að nauðgarar, sem börnuðu þolendur, sé dæmdir saklausir.

Hysterían

Upp úr aldamótunum 1800 kom fram nýr áhugi á fullnæginum kvenna og þá meðal lækna Ekki var um ræða brennandi löngun til að gleðja konur heldur ,,lækna” þær. Á þessum tíma var talið að uppsöfnuð kynferðisleg spenna væri undirrót fjölda kvenlegra ,,kvilla” sem almennt gengu undir regnhlífarhugtakinu ,,hysteria” eða móðursýki.

Læknamyndir af konu með einkenni ,,hysteríu“

Grátur, yfirlið, kvíði, svefnleysi, breytingar á matarlyst, vökvasöfnun og jafnvel skapvonska kvenna var flokkað sem hystería. Það voru engin takmörk á eðli hysteríu.

Komust læknar að þeirri niðurstöðu að öll slík leiðindi í fari kvenna mætti laga á augabragði með því að losa um hina ,,kvenlegu spennu í kviðarholinu.” Í fyrsta skipti í mannkynssögunni, svo vitað er, buðu læknar upp á losun slíkrar spennu með ,,kviðarholsnuddi.”

Með öðrum orðum hófu sumir læknar að fróa konum.

Bullandi eftirspurn

Hvað er satt og hvað er logið er erfitt um að segja og mjög líklegt að tröllasögur af biðröðum kvenna við dyr lækna í leit að fullnægingu séu orðum auknar.

En því verður ekki neitað að til eru öruggar heimildir um að minnsta kosti nokkrir læknar i Evrópu og Bandaríkjunum hafi boðið upp á slíka þjónustu, ekki síst á sérstökum ,,heilsulindum.“ Eftirspurnin var gríðarleg.

Stundum var gripið til slöngunnar.

En um lýjandi starf var að ræða og því var farið að huga að hvernig létta mætti læknum byrðina. Ýmislegt var reynt, vatnsþrýsingur reyndist á stundum vel en betur þurfti ef duga skyldi.

Í kjölfarið leit fyrsti víbratorinn því dagsins ljós.

Fyrstu víbratorarnir litu fremur óhuganlega út.

Loksins tölfræði

Á fimmta áratug síðustu aldar hóf fræðimaðurinn Alfred Kinsey að kanna kynlífshegðun ásamt teymi sínu. Aldrei hafði verið lagt í jafn umsvifamikla rannsókn og skilaði hún sér í skýrslu um kynlífshegðun karla árið 1948 og annarri um konur árið 1953. Í skýrslunum var að finna fyrstu tölfræðina um kynlíf fólks sem unnin var af vísindalegri nákvæmni.

Þar segir meðal annars að 40% kvenna upplifi sína fyrstu fullnægingu með sjálfsfróun, 5% í ,,blautum” draumum og að 14% kvenna fái raðfullnægingar.

Skýrslurnar voru gefnar út og seldust bækur Kinsey í yfir milljón eintaka og voru þýddar á 13 tungumál.

VInkonurnar í Sex and the City ræddu mikið um kynlíf. Og stunduðu það af krafti.

Fullnægingar kvenna voru loksins orðnar boðlegt umræðuefni, konur urðu óhræddari við að tjá sig og rannsóknir jukust til muna.

Á sjöunda áratugnum leit pillan svo dagsins ljós, kynfrelsi kvenna stórjókst svo frjálslyndari skoðanir litu dagsins ljós.

Þaðan var ekki ýkja langt í ,,Sex in the City” log má þá segja að þessi pistill sé kominn hringinn

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone