fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Fókus

„Ég var hrædd við að sofna því ég hélt að ég myndi deyja“

Fókus
Föstudaginn 30. september 2022 20:00

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk kona að nafni Annabelle Knight hélt að hún væri að deyja eftir að hafa innbyrt gufu úr rafsígarettu sem hún keypti af ókunnugum manni á Balí, Indónesíu. Annabelle, sem er 25 ára gömul var stödd í fríi á eyjunni með vinum sínum þegar hún upplifði „verstu nótt lífs síns.“

Frá þessu segir Annabelle í myndbandi sem hún birti á TikTok-síðu sinni en ástralski fjölmiðillinn News.com.au vakti athygli á myndbandinu. Annabelle lýsir því í myndbandinu hvernig hún keypti rafsígarettuna af manninum á vinsælum skemmtistað í Seminyak svæðinu. Maðurinn hafði ítrekað spurt Annabelle hvort hún vildi kaupa rafsígarettu af sér en hún neitaði því aftur og aftur. Að lokum lét hún sér segjast og keypti rafsígarettu af manninum.

Í kjölfarið notaði Annabelle rafsígarettuna um 20 sinnum á næstu tveimur klukkutímum. Þegar kom að kvöldmatartíma fannst henni orðið erfitt að anda. „Mér var illt í lungunum,“ segir hún. „Við förum heim og ég ligg á bakinu í rúminu… mér leið eins og það væru hnífar í lungunum mínum, þetta var svo sársaukafullt.“

Annabelle segist hafa verið afar áhyggjufull, hún hafi leitað á netinu að lausnum við þessu en ákvað að lokum að reyna að sofa. „Ég lá stressuð í rúminu mínu alla nóttina, ég var hrædd við að sofna því ég hélt að ég myndi deyja,“ segir hún.

Þegar hún vaknaði daginn eftir var henni ekki jafn illt og kvöldið áður. „Ég ætla aldrei að nota rafsígarettu aftur, vitiði til, aldrei aftur. Þetta var ekki gott. Ég hélt að ég væri í alvörunni að fara að deyja.“

Í athugasemdunum við myndbandið sögðust nokkrir netverjar hafa svipaða reynslu af rafsígarettum sem keyptar voru af svipuðum manni. Þó sögðu aðrir að það væri frekar eðlilegt að fólk finni fyrir þessum einkennum þegar það notar rafsígarettur í fyrsta skipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sökuð um að blekkja aðdáendur og sviðsetja myndatökur

Sökuð um að blekkja aðdáendur og sviðsetja myndatökur
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Áfram Njarðvík – samt Selfyssingur“

„Áfram Njarðvík – samt Selfyssingur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Róbert Oliver og Sigga selja „New York style“ íbúð

Róbert Oliver og Sigga selja „New York style“ íbúð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill að eiginkonan íhugi trekant með frænku sinni

Vill að eiginkonan íhugi trekant með frænku sinni