Það er misjafnt hvað kveikir í fólki – eða hvað hreinlega slekkur á allri kynlöngun. Pabbakroppur, þegar kona er kölluð „mommy“ í rúminu og sviti var meðal þess sem spurt var um í nýjustu könnun kynlífstækjaverslunarinnar Blush.
Verslunin framkvæmir könnun í hverri viku á Instagram þar sem fylgjendur svara ýmsum kynlífstengdum spurningum. Blush er með yfir 20 þúsund fylgjendur á miðlinum og svara um þrjú til fjögur þúsund manns hverri spurningu. Þemað þessa viku var kynlífsjátningar og gátu Íslendingar játað sín dýpstu leyndarmál með öðrum undir nafnleynd.
Hér að neðan má fara yfir fullyrðingarnar og hvort svarendum þótti þær turn on eða turn off.
75 prósent svarenda sögðu „dad bod“ eða pabbakroppur væri turn on, en 25 prósent voru ósammála.
Yfirgnæfandi meirihluti, 90 prósent, sögðu það kynþokkafullt.
Nánast allir svarendur, heil 97 prósent, sögðu turn on.
Þarna var fólk ósammála og sögðu 84 prósent að það væri turn off.
87 prósent sögðu það kveikja í sér.
73 prósent sögðu turn on en 27 prósent sögðu turn off.
Þarna voru svarendur sammála og sögðu 92 prósent að það væri turn off. En átta prósent sögðu það kveikja í sér.
Svarendur skiptust í fylkingar þegar kom að þessu, en 49 prósent sögðu það kveikja í sér á meðan 51 prósent sögðu það slökkva í sér.
95 prósent sögðu það kveikja í sér.
74 prósent svarenda sögðu það kynþokkafullt.
Aftur skiptust svarendur í fylkingar og 55 prósent sögðu það turn on og 45 prósent sögðu turn off.
Því hefur lengi verið haldið á lofti að það sé einkar kynþokkafullt að sjá karlmenn í vinnubuxum og voru svarendur sammála – 88 prósent sögðu það kveikja í sér.
91 prósent sögðu turn on að sjá konur í íþróttabuxum.