„Ég fékk slíkar myndir mjög oft, óeðlilega oft. Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð,“ segir Melkorka en furðulega minnkaði áreitið eftir að hún litaði á sér hárið dökkt. Hún hafi þó að lokum fengið nóg af áreitinu og hóf að afhjúpa gerendurna á samfélagsmiðlum.
„Eftir að ég fór að deila skjáskotum af þessum skilaboðum í Story á Instagram þá snarminnkaði þetta. Alveg rosalega mikið.“ segir hún í samtali við DV.
Hún hikar heldur ekki við að birta skjáskot og nöfn í Story ef hún fær óviðeigandi skilaboð. „Eða mjög ógeðsleg skilaboð. Líka ef ég fæ skilaboð frá karlmönnum sem eiga konur, þá set ég það líka í story,“ segir Melkorka.
View this post on Instagram
Aðspurð hver viðbrögð karlmannanna sem hafa ratað skömmustulega í Story hjá henni segir hún þau misjöfn.
„Sá síðasti sagði ekkert, heldur blokkaði mig bara,“ segir hún en bætir við að það hafi gerst að hún hafi orðið hrædd.
„Það var einn sem hringdi í gömlu vinnuna mína og var að leita að mér út um allt. Hann var að reyna að ná í mig til að fá mig til að taka þetta út. Það var frekar ógnvekjandi því maður veit ekkert hverjir eru líklegir til að gera eitthvað,“ segir Melkorka.
Fyrr á árinu opnaði sig um ofbeldissamband sem henni tókst að koma sér úr í lok árs 2021. Hún var nýbúin að koma sér úr því sambandi þegar að þetta atvik kom upp og hún hafi því verið óvenju taugatrekkt og hreinlega smeyk.
Sjá einnig: Melkorka var vöruð við kærastanum en hún hlustaði ekki – „Ég er búin að biðja þessa stelpu afsökunar í dag“
„Ég deildi þessu í Story eftir að ég kom úr sambandi með fyrrverandi og þá þurfti lítið til að hræða mig. Ég þekkti til þessa manns og bað annan kunningja okkar um að koma þeim skilaboðum til hans að láta mig í friði. Ég tók þetta svo út þegar þetta var búið að vera inni í næstum sólarhring,“ segir Melkorka sem vonar að að viðkomandi hafi lært sína lexíu.
View this post on Instagram
Sumir karlmenn hafa gengið lengra en að senda Melkorku typpamynd. „Það hefur verið hringt myndbandssímtal í mig þar sem strákur var að rúnka sér, á meðan ég var í vinnunni og ég óvart svaraði. Einhver sem ég þekki ekki neitt,“ segir hún.
„Ég hef líka fengið kúnna til mín sem byrjaði að fitla við sig undir slánni. Ég rak hann bara út. Þannig það er alls konar áreiti sem ég hef lent í,“ segir Melkorka
View this post on Instagram
Hún segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð frá fylgjendum sínum við uppreisninni.
„Stelpum finnst þetta náttúrulega ógeðslegt og taka undir þetta, en það eru því miður margar stelpur sem fá svona myndir,“ segir hún.
Blessunarlega sé það aðeins lítill hluti karlmanna sem leyfi sér slíkt og mörgum kynbræðrum þeirra finnst athæfið ógeðfellt.
„Strákar biðjast afsökunar fyrir hönd karlkynsins, sem mér finnst mjög fallegt. Og þeir eru í sjokki og miður sín að aðrir karlmenn skuli haga sér svona.“
View this post on Instagram
Það er allur gangur á því hvort það séu íslenskir eða erlendir menn sem senda á hana skilaboð en hún segir að íslensku karlmennirnir séu ekki jafn ágengir.
Við ræddum um mögulegu ástæðuna fyrir því að karlmenn senda svona ógeðslegar óumbeðnar myndir – til að niðurlægja, sjokkera eða hvað?
„Það er nefnilega málið. Ég veit ekki hvaða viðbrögð þeir halda að þeir fái. En það hlýtur að vera einhvers konar spennufíkn, ég hef ekki hugmynd um hvað liggur að baki svona. Ég væri til að fá að hitta þá stelpu sem þetta hefur virkað á,“ segir hún.
„Þeim finnst þeir hafa fullan rétt á að senda þetta, þá finnst mér ég hafa fullan rétt á að deila þessu með nafni og öllu. Þú verður að taka ábyrgð á því sem þú gerir,“ segir Melkorka.
„Ég hvet allar stelpur til að deila nafni og öllu í Story. Þó það sé smá ógnvekjandi að gera það, því maður veit aldrei hvernig þeir bregðast við. En ég get allavega sagt að fyrir mitt leyti þá snarminnkaði þetta, bara eins og að snúa blaði. Um leið og ég afhjúpaði þann fyrsst þá hættu þeir að þora að senda á mig.“