fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. september 2022 09:16

Michele Morrone vakti mikla athygli fyrir leik sinn í erótísku dramamyndinni 365 Days.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Michele Morrone segir ekkert sannleikskorn í orðrómnum um að hann og raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian séu að stinga saman nefjum.

Þetta byrjaði á því að leikarinn deildi mynd af þeim tveimur saman á Instagram. Þau voru bæði viðstödd tískusýningu í Mílanó og virtust frekar innilega á myndinni. Æstir aðdáendur þurftu ekki meira til að kynt væri undir vonarneista um að Khloé hafi fundið ástina, en mikið hefur gengið á í ástarlífi hennar í gegnum tíðina.

Sjá einnig: Skellur fyrir Kardashian fjölskylduna – Tristan gengst við framhjáhaldsbarninu – „Khloe þú átt þetta ekki skilið“

Umrædd mynd. Skjáskot/Instagram

Hún og barnsfaðir hennar, körfuboltakappinn Tristan Thompson, hættu saman eftir að það komst enn og aftur upp um ítrekað framhjáhald hans. Og í þetta skipti feðraði hann barn með hjásvæfunni á meðan hann og Khloé voru í miðju ferli við að koma sínu öðru barni í heiminn með aðstoð staðgöngumóður.

Eftir að Michele birti myndina í Story fór myndband af þeim dansa náið saman í eftirpartýi í dreifingu en samkvæmt leikaranum er ekkert í gangi á milli þeirra.

„Það er ekkert samband til að tala um,“ sagði talsmaður Michele í samtali við E! News.

Talsmaðurinn sagði að Michele hafi þótt Khloé „mjög vingjarnleg.“

„Þau voru beðin um að stilla sér upp saman fyrir mynd á D&G tískusýningunni. Þau gerðu það,“ sagði hann.

Michele Morrone er helst þekktur fyrir erótísku dramamyndina 365 days og framhaldsmyndir hennar.

Þau sem hafa ekki séð myndirnar kannast kannski við fræga frasann „Are you lost babygirl?“ úr myndinni en alls konar gif og meme myndir fóru í dreifingu eftir að kvikmyndin kom á streymisveituna Netflix í júní 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram