Beggi er með MSc í hagnýtri þjálfunarsálfræði og er doktorsnemi í sálfræði í Bandaríkjunum. Hann nýtur einnig mikilla vinsælda á Instagram – þar sem hann er með yfir tíu þúsund fylgjendur.
Hann birtir reglulega myndbönd á miðlinum þar sem hann gengur um göturnar og svarar spurningum. Áhrifavaldurinn segir um nýjasta myndbandið að þar sé hann aðeins persónulegri en venjulega, enda er umræðuefnið ástin og hvort hann sé reiðubúinn að opna sig fyrir henni á ný.
View this post on Instagram
Beggi var í sambandi með áhrifavaldinum Hildi Sif Hauksdóttur í rúmlega átta ár áður en leiðir þeirra skildu í byrjun árs.
Aðspurður hvort hann haldi að hann muni finna ástina úti í Los Angeles – þar sem hann er í námi – segir hann:
„Ég veit það ekki. Ég ætla ekki að loka á það. Ég var búinn að loka á það en ég er opinn fyrir því. Ég veit ekki hvort það verður en ég veit að ég hlakka til að finna hana aftur. Ég get ekki beðið eftir að finna fyrir tilfinningunni að elska einhvern sannarlega.“
View this post on Instagram
Doktorsneminn segist njóta einverunnar en sé opinn fyrir ástinni.
„Mér líður vel einn en ég er alltaf tilbúinn að fá manneskju inn í líf mitt ef hún er rétt fyrir mig. Og ef ég finn það þá ætla ég bara að leyfa því að gerast,“ segir hann og bætir við:
„Vá hvað ég get ekki beðið eftir að tríta einhverja prinsessu og gera mitt að mörkum til þess að gera tilveru hennar að eins góðum stað og hægt er.“
Fókus óskar Begga Ólafs góðs gengis í ævintýrum ástarinnar.