fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Beggi Ólafs: „Ég get ekki beðið eftir að tríta einhverja prinsessu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 26. september 2022 10:34

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirlesarinn og hlaðvarpstjórnandinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, opnar sig um ástina í nýju myndbandi á Instagram.

Beggi er með MSc í hagnýtri þjálfunarsálfræði og er doktorsnemi í sálfræði í Bandaríkjunum. Hann nýtur einnig mikilla vinsælda á Instagram – þar sem hann er með yfir tíu þúsund fylgjendur.

Hann birtir reglulega myndbönd á miðlinum þar sem hann gengur um göturnar og svarar spurningum. Áhrifavaldurinn segir um nýjasta myndbandið að þar sé hann aðeins persónulegri en venjulega, enda er umræðuefnið ástin og hvort hann sé reiðubúinn að opna sig fyrir henni á ný.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by B E G G I Ó L A F S (@beggiolafs)

Beggi var í sambandi með áhrifavaldinum Hildi Sif Hauksdóttur í rúmlega átta ár áður en leiðir þeirra skildu í byrjun árs.

Aðspurður hvort hann haldi að hann muni finna ástina úti í Los Angeles – þar sem hann er í námi – segir hann:

„Ég veit það ekki. Ég ætla ekki að loka á það. Ég var búinn að loka á það en ég er opinn fyrir því. Ég veit ekki hvort það verður en ég veit að ég hlakka til að finna hana aftur. Ég get ekki beðið eftir að finna fyrir tilfinningunni að elska einhvern sannarlega.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by B E G G I Ó L A F S (@beggiolafs)

Doktorsneminn segist njóta einverunnar en sé opinn fyrir ástinni.

„Mér líður vel einn en ég er alltaf tilbúinn að fá manneskju inn í líf mitt ef hún er rétt fyrir mig. Og ef ég finn það þá ætla ég bara að leyfa því að gerast,“ segir hann og bætir við:

„Vá hvað ég get ekki beðið eftir að tríta einhverja prinsessu og gera mitt að mörkum til þess að gera tilveru hennar að eins góðum stað og hægt er.“

Fókus óskar Begga Ólafs góðs gengis í ævintýrum ástarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“