fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Ánægð eftir að hafa farið á nektarhátíð í Bretlandi

Fókus
Mánudaginn 11. júlí 2022 14:33

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kate, sem er hvað þekktust sem @fullplatekate á samfélagsmiðlinum Instagram, fór á dögunum á nektarhátíð en hún segir frá þeirri reynslu í nýjustu færslu sinni á Instagram.

Hátíðin sem Kate mætti á nefnist Nudefest og er haldin í Somerset í Bretlandi. Um er að ræða stærstu nektarhátíð Bretlands en yfir 600 manns mæta á hátíðina ár hvert og skemmta sér saman.

Kate segir að það hafi verið valdeflandi að mæta á nektarhátíðina. „Ég sá svo mikið af líkömum. Þeir voru alveg einstakir og ALLIR fallegir,“ segir hún. „Ég elskaði að vera í kringum fólk sem virtist svo sjálfsöruggt og áhyggjulaust. Ég gerði mér grein fyrir því að líkamar eru bara líkamar, hylki sem við búum í.“

Það sem vakti sérstaklega athygli hjá áhrifavaldinum var það hve mikið af fólkinu á hátíðinni var með appelsínuhúð. „ALLIR voru með appelsínuhúð. Það gæti kannski ekki verið þinn tebolli og ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég líka að ég fílaði það ekki,“ segir hún.

„Hins vegar hefur hátíðin hjálpað mér með dýpstu líkamsímyndarvandamálin í undimeðvitundinni minni. Ég hef náð að sleppa takinu af þessum ótta við að vera dæmd af öðrum. Því í alvörunni, hverjum er ekki sama?“

Kate birti nektarmyndir af sér á Instagram er hún ræddi um hátíðina en hún þurfti að fela geirvörturnar á þeim því Instagram tekur ekki vel í þær, það er að segja ef þær eru kvenkyns. „Það er skömm að því að ég þurfi að fjarlægja geirvörturnar til að birta þessar myndir en ég er SVO ÁNÆGÐ að ég fór í þessa litlu myndatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum